Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 38

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 38
32 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ]. mynil. Jaðarrásir suður a£ Másvatni. — Lateral drainage channels 5 o/ Lake Mdsvatn. Ljósm.: S. Þórarinsson. ið. Sér í forgrunni niður í eina af rásunum, en í bakgrunni sjást rás- irnar í Víðafellinu, liver ofan við aðra. Þessar rásir eru, lauslega áætl- að, 2—3 m djúpar, 15—25 m breiðar, og hryggirnir milli þeirra 60— 100 m breiðir. Þær eru skornar gegnum botnurðarlag, sem hér er til- tölulega jafnþykkt, og er grunnt á fast berg í botni þeirra. Rásir af þessu tagi má sjá víða í löndum, sem hulin hafa verið ís- aldarjöklum, en hvergi hef ég séð þær eins reglulegar og við Más- vatn, nema á einum stað, en það er í vesturhlíðum fjalls þess, sem Sánfjállet heitir, en það fjall er í Herdölum í Svíþjóð. Um þetta fjall ferðaðist égsumarið 1943 ásamt kunningja mínum, Carl Mannerfelt, sem ýmsum hérlendis er kunnur, síðan hann tók þátt í sænsk-íslenzka Vatnajökuls-leiðangrinum 1936. Á stríðsárunum vann hann að rann- sóknum á menjum eftir bráðnun ísaldarjöklanna í fjallendum Mið- svíþjóðar og skrifaði stórmerkilega doktorsritgerð um þessar rann- sóknir sínar. Hann hefur rneðal annars fyrstur manna rannsakað gaumgæfilega rásir af því tagi, sem sjá má við Másvatn, og gefið full-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.