Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 40

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 40
34 nattúrufræðingurinn ina. Árlega þynntist jökultungan og lækkaði, og mynduðust þannig nýjar rásir, hver neðan við aðra, í hlíðunum. Vera má, að stundum hafi vatn runnið tvö ár eða jafnvel fleiri í siimu rásinni, en þó bend- ir hið tiltölulega jafna bil milli rásanna til þess, að þær Iiafi myndazt með nokkuð jöfnu millibili, og er þá eðlilegast að álykta, að ný rás hafi myndazt ár hvert. Þannig virðist það og hafa verið á Sánfjallet, sem ég áður nefndi. Með því að kortleggja þetta svæði nákvæmlega mætti því e. t. v. fá vitneskju um það, hversu mikið jökullinn hörf- aði og þynntist árlega, en þar af mætti aftur á móti draga þýðingar- miklar ályktanir um sumarhita á því tímabili, þegar þessar rásir mynduðust. Þarna bíður því skemmtilegt jarðfræðilegt viðfangsefni nánari úrlausnar, eitt af ótal. II. Gíghóllinn hjó Skeiðflöt Margar eru þær eldstöðvar, sem virkar hafa verið eftir ísöld, en þó grunaði mig ekki, að rekast mætti á slíka eldstöð, áður ókunna, bók- staflega á sjálfum þjóðveginum. Þó hefur þetta skeð. Seint í áqúst- mánuði síðastliðnum skrapp ég austur í Vík í Mýrdal ásamt Birni Jóhannessyni, jarðvegsfræðingi, J. J. Nygard, amerískum jarðvegs- fræðingi, sem vann hér ásamt Birni að jarðvegsrannsóknum síðast- liðiðsumar, og Sturlu Friðrikssyni, náttúrufræðingi, sem keyrði okk- ur austur í bíl sínum. í ferðinni notaði ég að vanda þau tækifæri, sem gáfust, til að róta í moldarbörðum og athuga öskulög, en þeim félögum mínum var ljós þýðing sú, er öskulagarannsóknirnar gætu fengið fyrir jarðvegsrannsóknir, og töldu ekki eftir sér að staldra við, svo að ég gæti skoðað moldarbörðin. Á heimleiðinni hægir Sturla allt í einu á bílnum, skammt austan við Skeiðflöt í Mýrdal, rétt ofan við brekkuna, sem liggur niður á sléttlendið, og segir: ,,Hér er víst ráð að stanza, hér er þykkt gjalllag handa þér að mæla.“ „Því hlýtur þá að hafa verið ekið liingað," svaraði ég, „ekki er nein eldstöð liér.“ En Sturla stöðvaði samt bílinn, og við fórum að skoða. Og sjá. Þarna hafði rétt við veginn á hægri liönd verið rutt burtu þykku jarðvegs- lagi, og undir því kom í ljós lágur hóll úr rauðbrúnu og blásvörtu gjalli, sem nú var þó búið að ryðja burtu að verulegu leyti, og keyra niður f veginn. Nær gjalllagið alveg innundir þjóðveginn. FIóll þessi er aðeins fáir tugir metra að þvermáli, en ekki var um að villast, þetta var ekta gíghóll, hlaðinn upp af misgrófu gjalli og hraunklepr- um, og má þarna finna mikið af fallegum, reglulega löguðum hraun- kúlum, bæði hnöttóttum og spólulaga. Þarna hefur því án efa gosið

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.