Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 40
34 nattúrufræðingurinn ina. Árlega þynntist jökultungan og lækkaði, og mynduðust þannig nýjar rásir, hver neðan við aðra, í hlíðunum. Vera má, að stundum hafi vatn runnið tvö ár eða jafnvel fleiri í siimu rásinni, en þó bend- ir hið tiltölulega jafna bil milli rásanna til þess, að þær Iiafi myndazt með nokkuð jöfnu millibili, og er þá eðlilegast að álykta, að ný rás hafi myndazt ár hvert. Þannig virðist það og hafa verið á Sánfjallet, sem ég áður nefndi. Með því að kortleggja þetta svæði nákvæmlega mætti því e. t. v. fá vitneskju um það, hversu mikið jökullinn hörf- aði og þynntist árlega, en þar af mætti aftur á móti draga þýðingar- miklar ályktanir um sumarhita á því tímabili, þegar þessar rásir mynduðust. Þarna bíður því skemmtilegt jarðfræðilegt viðfangsefni nánari úrlausnar, eitt af ótal. II. Gíghóllinn hjó Skeiðflöt Margar eru þær eldstöðvar, sem virkar hafa verið eftir ísöld, en þó grunaði mig ekki, að rekast mætti á slíka eldstöð, áður ókunna, bók- staflega á sjálfum þjóðveginum. Þó hefur þetta skeð. Seint í áqúst- mánuði síðastliðnum skrapp ég austur í Vík í Mýrdal ásamt Birni Jóhannessyni, jarðvegsfræðingi, J. J. Nygard, amerískum jarðvegs- fræðingi, sem vann hér ásamt Birni að jarðvegsrannsóknum síðast- liðiðsumar, og Sturlu Friðrikssyni, náttúrufræðingi, sem keyrði okk- ur austur í bíl sínum. í ferðinni notaði ég að vanda þau tækifæri, sem gáfust, til að róta í moldarbörðum og athuga öskulög, en þeim félögum mínum var ljós þýðing sú, er öskulagarannsóknirnar gætu fengið fyrir jarðvegsrannsóknir, og töldu ekki eftir sér að staldra við, svo að ég gæti skoðað moldarbörðin. Á heimleiðinni hægir Sturla allt í einu á bílnum, skammt austan við Skeiðflöt í Mýrdal, rétt ofan við brekkuna, sem liggur niður á sléttlendið, og segir: ,,Hér er víst ráð að stanza, hér er þykkt gjalllag handa þér að mæla.“ „Því hlýtur þá að hafa verið ekið liingað," svaraði ég, „ekki er nein eldstöð liér.“ En Sturla stöðvaði samt bílinn, og við fórum að skoða. Og sjá. Þarna hafði rétt við veginn á hægri liönd verið rutt burtu þykku jarðvegs- lagi, og undir því kom í ljós lágur hóll úr rauðbrúnu og blásvörtu gjalli, sem nú var þó búið að ryðja burtu að verulegu leyti, og keyra niður f veginn. Nær gjalllagið alveg innundir þjóðveginn. FIóll þessi er aðeins fáir tugir metra að þvermáli, en ekki var um að villast, þetta var ekta gíghóll, hlaðinn upp af misgrófu gjalli og hraunklepr- um, og má þarna finna mikið af fallegum, reglulega löguðum hraun- kúlum, bæði hnöttóttum og spólulaga. Þarna hefur því án efa gosið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.