Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 50
Finnur Guðmundason: Islenzkir íuglar I Himbrimi (Colymbus immer Brunn.) Himbriminn eða brúsinn, eins og bann er kallaður á norðausturlandi, er einn af okkar stærstu og tilkomumestu fuglum og ein af þeim fáu amerísku fuglategundum, sem hafa tekið sér bólfestu hér á landi. í sumarbúningi er himbriminn mjög skrautlegur fugl. Höfuð og háls er svart með grænleitri eða bláleitri slikju. Frainan á hálsinum, rétt neðan við kverkina, er röð af hvítum dílum, og á hálshliðum neðan til eru hvítar skellur með svörtum rákum. Að neðanverðu er himbriminn hvítur, en að ofanverðu svartur með þéttum, hvítum díl- um, sem eru næstum rétthyrndir og stærstir á framanverðu baki og herðum. Nefið er svart, lítið eitt ljósara í oddinn. Fætur eru svartir að utanverðu, en ljósgráir að innan- verðu og á fitjum. Lithimna augans er vínrauð. Fuglar í vetrarbúningi cru dökkbrúnir ofan á höfði og aftan á hálsi, en hvítir á kverk og framan á hálsi. Að neðanverðu eru þeir livítir, en að ofanverðu dökkbrúnir með gráleitum eða gráhvítum fjaðrajöðrum. Nefið er gráhvítt. Útlitsmunur eftir kynferði er enginn. Fullorðnir himbrimar vega 4—5 kg. Varpheimkynni himbrimans eru í norðanverðri Norður-Ameríku, allt frá íshafs- ströndum Kanada til norðurfylkja Bandaríkjanna. Auk þess er hann varpfugl á Græn- landi, íslandi og Bjarnarey. Hér á landi er himliriminn ekki óalgengur, en strjáll varpfugl um allt land. Á sumr- in er hann vatnafugl, og velur hann sér einkum varpstað við hin stærri og dýpri vötn, bæði á láglendi og til fjalla, þar sem gnægð er af silungi. Þar sem um vatnaklasa er að ræða, verpur hann þó stundum við smærri vötn í grennd við hin stærri veiðivötn. F.n sjaldgæft mun Jrað vcra, að himbriminn verpi við vötn, sem fiskur er ekki í. Aftur á móti virðist hann ekki kunna vel við sig á gróðurmiklum vötnum með auð'ugu fugla- lífi. Hann kiýs fremur einveru afskekktra heiða- og fjallavatna, og hann er því algengari sem varpfugl til heiða og fjalla en á láglendi. Þó er mér kunnugt um himbrimavarp- staði við láglendisvötn í flestum landshlutum, og það meira að segja við vötn alveg við sjó. Svo virðist sem aldrei sé nema eitt himbrimapar á hverju vatni. Þó má vera, að hin stærstu vötn hér á landi, svo sem Þingvallavatn, séu undantekning frá þessari reglu. Hreiður himbrimans er ávallt á vatnsbakkanum eða í smáhólmum í vötnum. Hreið- urskálin er stór, en grunn (37—47 cm í þvermál og 4—10 cm djúp) og losaralega fóðruð innan með mosa og grastægjum, sem fuglinn reitir upp í kringum hreiðrið. Hreiður- skálin og hreiðurefnin eru oft blaut. Hreiðrið er undantekningarlaust svo nærri vatns- borði, að fuglinn getur rennt sér beint af hreiðrinu út á vatnið, og verður oft bæld braut eftir fuglinn milli hreiðurs og vatns. Fggin eru 2, sjaldan aðeins 1, þangbrún eða þanggræn með strjálum mósvörtum dílum. Þau eru aflöng og stundum nærri jafn- gild í báða enda. Talið er, að útungunartíminn sé 29—30 dagar og ungarnir verði fleygir 45 dögum eftir að þeir koma úr egginu. Foreldrarnir skiptast á um að liggja á eggjunum og hjálpast að við að afla ungunum fæðu, en þeir yfirgefa hreiðrið 1—2 dög- um eftir að þeir koma úr egginu. Himbriminn fer að lcita til varpstöðvanna strax og ísa leysir af vötnum á vorin. Varptíminn er seint í maí eða sncmma f júní. Seint í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.