Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 54

Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 54
Ritstjórarabb Með þessu Iiefti tekur undirritaður aftur við ritstjórn Náttúru- fræðingsins, sem dr. Hermann Einarsson hefur nú gegnt í rúmlega ár, vegna dvalar minnar erlendis og ýmissa anna. Hefur Náttúru- fræðingurinn auðsæilega ekki skaðazt á þeim ritstjóraskiptum, og þakka ég Hermanni ágætt starf. Á aðalfundi Hins íslenzka náttúrufræðifélags þ. 9. febrúar síðast- liðinn var sú mikilvæga breyting gerð á lögum félagsins, að tíma- ritið Náttúrufræðingurinn, sem félagið hefur gefið út síðan 1941, var gert að félagsriti, en árgjald til félagsins hækkað sem svaraði þá- verandi áskriftarverði tímaritsins, þ. e. úr 10 krónum í 40 krónur. Með þessum breytingum fór félagið að dæmi flestra þeirra félaga, innlendra og erlendra, er gefa út árbækur eða tímarit. Má t. d. nefna Ferðafélagið og Bókmenntafélagið. Fyrir þá, sem bæði hafa verið félagismeðlimir og kaupendur Náttúrufræðingsins, veldur breyting þessi engum auknum fjárútlátum. Þeir, sem voru orðnir ævifélagar fyrir síðasta aðalfund, eiga þess kost að fá annaðhvort Náttúrufræðinginn með gamla áskriftarverðinu eða ókeypis sér- prent af ársskýrslu félagsins, sem hér eftir mun verða prentuð í Náttúrufræðingnum. Fyrir þá utanfélagsmenn, sem haía verið kaupendur Náttúrufræðingsins, hefur lagabreytingin 10 króna hækkun í för með sér, en þá hækkun hefði orðið að gera, vegna vax- andi dýrtíðar, án tillits til þess hvort ritið var gert að félagsriti eður ei, og hinu hækkaða árgjaldi fylgir innganga í félagið, ef menn óska þess. Sú er von allra þeirra, er að félaginu og Náttúrufræð- ingnum standa, að þessi lagabreyting verði bæði til að efla hag félagsins og bæta hag Náttúrufræðingsins, sem stöðugt berst í bökk- um fjárhagslega. Þess skal getið, að fjárframlag til tímaritsins var hækkað nokkuð í síðustu fjárlögum, og þökkum vér einkum

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.