Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 7
JARÐSKJÁLFTAR 69 Stærð þeirra var 5 til 5*4.* Smávegis tjón getur orðið af jarðskjálft- um að stærð 4*4 til 5, en verulegt tjón verður sjaldan af jarðskjálft- um, sem eru undir 6 að stærð. Upptök jarSskjálfta. Upptök jarðskjálfta eru þar sem fyrsta hreyfing jarðskjálftans hefst. Flestir jarðskjálftar eiga upptök á 15—20 km dýpi undir yfirborði jarðarinnar, enda þótt minni háttar jarðskjálftar eigi stundum grynnri upptök. Á takmörkuðum svæðum jarðarinnar koma jarðskjálftar, sem eiga upptök miklu dýpra í jörð, eða allt niður í 700 km. .Tarðskjálftar með upptök dýpri en 300 km koma næstum einungis á belti, sem ligg- ur umhverfis Kyrrahafið. Aðeins ein undantekning er þekkt, en það var mikill jarðskjálfti 29. marz 1954, sem átti upptök á rúmlega 600 km dýpi undir suðurhluta Spánar. Líkur benda til, að flestir jarð- skjálftar á Islandi eigi upptök á minna en 20 km dýpi. Jarðskjálftar eru langtíðastir á belti umhverfis Kyrrahafið. Þetta belti liggur eftir vesturströnd Ameríku, um Alejúteyjar, Kúrileyjar, Japan, Filippseyjar, Indónesíu, Nýju Guineu, Salómonseyjar, Tonga- eyjar og Nýja-Sjáland. Á þessu svæði koma rúmlega 80% af öllrnn jarðskjálftum jarðarinnar. Annað mikið jarðskjálftabelti liggur frá fjalllendi Suðaustur-Asíu og vestur um Miðjarðarhaf. Þriðja jarð- skjálftabeltið er rétt að nefna, enda þótt jarðskjálftar séu þar miklu minni en á hinum tveimur, en það liggur eftir endilöngu Atlantshafi frá norðri til suðurs og þvert yfir Island. Landmælingar hafa sums staðar sýnt, að jarðskorpan er á stöðugri hreyfingu. Vestur í Kaliforníu er mikil jarðskjálftasprunga, sem er nefnd San Andreas-sprunga. Liggur hún frá norðvestri til suðausturs rétt hjá borginni San Fransiskó og er mörg hundruð kílómetrar á lengd. Við jarðskjálftann mikla, sem lagði San Fransiskó í rúst árið 1906, varð misgengi á þessari sprungu á um 300 km kafla. Þar sem misgengið var mest nam það allt að 6 metrum, þannig að austari sprungubarmurinn færðist til suðurs miðað við þann vestari. Þríhyrn- ingamælingar á þessum slóðum sýna, að er lengra dregur frá sprung- unni er hreyfingin nokkurn veginn stöðug, og sé gert ráð fyrir, að landið vestan við sprunguna hreyfist ekki, þá hreyfist landið austan * Jarðskjálftinn í Hveragerði 1. apríl 1953 var nokkru meiri en þessir þrir og jafnframt mesti jarðskjálfti á Islandi siðan 9. október 1935, en þá kom i ölfusi jarð- skjálfti um 6 að stœrð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.