Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 7

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 7
JARÐSKJÁLFTAR 69 Stærð þeirra var 5 til 5*4.* Smávegis tjón getur orðið af jarðskjálft- um að stærð 4*4 til 5, en verulegt tjón verður sjaldan af jarðskjálft- um, sem eru undir 6 að stærð. Upptök jarSskjálfta. Upptök jarðskjálfta eru þar sem fyrsta hreyfing jarðskjálftans hefst. Flestir jarðskjálftar eiga upptök á 15—20 km dýpi undir yfirborði jarðarinnar, enda þótt minni háttar jarðskjálftar eigi stundum grynnri upptök. Á takmörkuðum svæðum jarðarinnar koma jarðskjálftar, sem eiga upptök miklu dýpra í jörð, eða allt niður í 700 km. .Tarðskjálftar með upptök dýpri en 300 km koma næstum einungis á belti, sem ligg- ur umhverfis Kyrrahafið. Aðeins ein undantekning er þekkt, en það var mikill jarðskjálfti 29. marz 1954, sem átti upptök á rúmlega 600 km dýpi undir suðurhluta Spánar. Líkur benda til, að flestir jarð- skjálftar á Islandi eigi upptök á minna en 20 km dýpi. Jarðskjálftar eru langtíðastir á belti umhverfis Kyrrahafið. Þetta belti liggur eftir vesturströnd Ameríku, um Alejúteyjar, Kúrileyjar, Japan, Filippseyjar, Indónesíu, Nýju Guineu, Salómonseyjar, Tonga- eyjar og Nýja-Sjáland. Á þessu svæði koma rúmlega 80% af öllrnn jarðskjálftum jarðarinnar. Annað mikið jarðskjálftabelti liggur frá fjalllendi Suðaustur-Asíu og vestur um Miðjarðarhaf. Þriðja jarð- skjálftabeltið er rétt að nefna, enda þótt jarðskjálftar séu þar miklu minni en á hinum tveimur, en það liggur eftir endilöngu Atlantshafi frá norðri til suðurs og þvert yfir Island. Landmælingar hafa sums staðar sýnt, að jarðskorpan er á stöðugri hreyfingu. Vestur í Kaliforníu er mikil jarðskjálftasprunga, sem er nefnd San Andreas-sprunga. Liggur hún frá norðvestri til suðausturs rétt hjá borginni San Fransiskó og er mörg hundruð kílómetrar á lengd. Við jarðskjálftann mikla, sem lagði San Fransiskó í rúst árið 1906, varð misgengi á þessari sprungu á um 300 km kafla. Þar sem misgengið var mest nam það allt að 6 metrum, þannig að austari sprungubarmurinn færðist til suðurs miðað við þann vestari. Þríhyrn- ingamælingar á þessum slóðum sýna, að er lengra dregur frá sprung- unni er hreyfingin nokkurn veginn stöðug, og sé gert ráð fyrir, að landið vestan við sprunguna hreyfist ekki, þá hreyfist landið austan * Jarðskjálftinn í Hveragerði 1. apríl 1953 var nokkru meiri en þessir þrir og jafnframt mesti jarðskjálfti á Islandi siðan 9. október 1935, en þá kom i ölfusi jarð- skjálfti um 6 að stœrð.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.