Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 8

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 8
70 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN sprungunnar til suðausturs með hraða, sem nemur um 5 sentímetrum á ári. Þessi hreyfing virðist hafa verið með svipuðum hætti um mjög langan tima, sennilega í hundruð þiisundir ára. JarÖskjálftar framtiöarinnar. Jarðskjálftar eru eitt þeirra fyrirbæra, sem koma aftur og aftur á sama svæði með misjafnlega löngu millibili. Ennþá hefur engum tek- izt að segja fyrir, hvenær, hvar og hversu mikill jarðskjálfti muni koma, og ólíklegt má teljast, að slíkt verði hægt i náinni framtið. Upptök flestra jarðskjálfta eru á svo miklu dýpi, að ómögulegt er, með beinum mælingum að finna, hversu hin innri spenna er þar nálægt brotstyrk bergsins. Aftur á móti er hægt að draga ýmsar ályktanir af þeim athugun- um, sem gerðar hafa verið á undanförnum áratugum viðvikjandi tiðni jarðskjálfta af mismunandi stærð. Núverandi tíðni jarðskjálfta jafngildir því, að á jörðinni komi á hverri öld um 220 mjög miklir jarðskjálftar (stærð meiri en 7.7) og auk þess um 1200 miklir jarðskjálftar (stærð 7.0—7.7) og nálægt 11000 allmiklir jarðskjálftar (stærð 6.0—6.9). Á jarðskjálftabeltinu, sem liggur eftir endilöngu Atlantshafi koma á hverri öld um 25 miklir jarðskjálftar (stærð 7.0—7.7) og um 600 allmiklir (stærð 6.0—6.9), en enginn, eða mjög fáir mjög miklir jarð- skjálftar. Af þessum eiga upptök á íslandi, eða i minna en 100 km fjarlægð frá ströndum þess 2 til 4 miklir jarðskjálftar og 10—20 allmiklir. Jarðskjálftar þeir, sem hér eru taldir allmiklir (stærð 6.0 til 6.9) valda að jafnaði miklu tjóni á tiltölulega litlu svæði, ef upptök þeirra eru mjög nærri byggð (sbr. Dalvíkurjarðskjálftann 1934), en ef upp- tök þeirra eru í meira en 30 km fjarlægð frá næstu byggð, valda þeir að jafnaði engu tjóni, eða mjög litlu. Jarðskjálftinn 23. júlí 1929 átti upptök nálægt Kleifarvatni, senni- lega austan við vatnið, í um 30 km fjarlægð frá Reykjavík. Tjón það, sem hann olli, var mjög lítið, enda þótt stærð hans væri um 6%, með öðrum orðum, sá jarðskjálfti var jafnmikill og Dalvikurjarðskjólftinn 1934.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.