Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 12
74
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
deild er svo skipt í aðrar smærri. Langstærst hinna 3ja deilda er
Archieracium. Og þar sem nærfellt allur undafíflagróður okkar telst
til þeirrar deildar, verður skiptingu hennar einnar í smærri deildir
getið hér, og eingöngu þeirra deilda, er íslenzkar geta talizt. Smá-
deildirnar eru þær, sem hér segir:
1. Alpina
2. Nigriscentia
3. Oreadea
4. Silvatica
5. Vulgata
6. Cerinthoidea
7. Tridentata
8. Foliosa
9. Prenanthoidea
Fellafífilsdeild
Kvíslfifilsdeild
Kóngsfífilsdeild
Runnafífilsdeild
Glókollsfífilsdeild
Tigulfífilsdeild
Blettafífilsdeild
Brekkufífilsdeild
Skrautfífilsdeild
Annars er það nokkuð á reiki, i hve víðtækri merkingu nöfn þessi
eru notuð, en ég hef valið þá leið, er ég tel hagkvæmasta í þessum
efnum. Hver smádeild á að hafa sín ákveðnu einkenni, svo að hægt
sé að skipa hverjum fífli í sitt rúm. En þvi miður eru einkennin
stundum svo tvíræð, að ekki er hægt að segja með fullu öryggi, til
hvaða deildar tegundin á að teljast, en um það verður ekki rætt nán-
ar hér. Af Pilosella hafa fundizt hér 3 tegundir, en allar mjög líkar
liver annarri. Langalgengust þeirra er Islandsfífillinn.
III. Aldur og útbreiðsla undafíflanna í heiminum.
Jarðsögulega séð er lítið vitað um það, hvenær undafíflarnir komu
fyrst fram á sjónarsviðið. Þar sem hér er um jurtir einar að ræða,
hafa leifar þeirra lítt varðveitzt. Þó hafa hnetur fundizt af einhverj-
um tegundum ættkvíslarinnar, taldar vera frá þvi snemma á Tertier.
Aðalútbreiðslusvæði fiflanna er í kaldtempraða beltinu á norðurhveli
jarðar, sér í lagi i Mið- og Norður-Evrópu. En þeir finnast lika í
Mið- og Suður-Ameríku, allt til Eldlands, í Suður-Afríku, á Mada-
gaskar, Austur-Indlandi og á Ceylon. Tegundirnar vaxa mjög mishátt
yfir sjó eftir eðli sínu. I Suður-Evrópu og á Balkanskaga vaxa margar
tegundirnar í 1500—2000 m hæð og jafnvel enn hærra. I Skandinavíu
vaxa sumar tegundirnar mjög hátt yfir sjó, og hér á landi komast þær
að minnsta kosti í 1000 m hæð.