Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 12
74 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN deild er svo skipt í aðrar smærri. Langstærst hinna 3ja deilda er Archieracium. Og þar sem nærfellt allur undafíflagróður okkar telst til þeirrar deildar, verður skiptingu hennar einnar í smærri deildir getið hér, og eingöngu þeirra deilda, er íslenzkar geta talizt. Smá- deildirnar eru þær, sem hér segir: 1. Alpina 2. Nigriscentia 3. Oreadea 4. Silvatica 5. Vulgata 6. Cerinthoidea 7. Tridentata 8. Foliosa 9. Prenanthoidea Fellafífilsdeild Kvíslfifilsdeild Kóngsfífilsdeild Runnafífilsdeild Glókollsfífilsdeild Tigulfífilsdeild Blettafífilsdeild Brekkufífilsdeild Skrautfífilsdeild Annars er það nokkuð á reiki, i hve víðtækri merkingu nöfn þessi eru notuð, en ég hef valið þá leið, er ég tel hagkvæmasta í þessum efnum. Hver smádeild á að hafa sín ákveðnu einkenni, svo að hægt sé að skipa hverjum fífli í sitt rúm. En þvi miður eru einkennin stundum svo tvíræð, að ekki er hægt að segja með fullu öryggi, til hvaða deildar tegundin á að teljast, en um það verður ekki rætt nán- ar hér. Af Pilosella hafa fundizt hér 3 tegundir, en allar mjög líkar liver annarri. Langalgengust þeirra er Islandsfífillinn. III. Aldur og útbreiðsla undafíflanna í heiminum. Jarðsögulega séð er lítið vitað um það, hvenær undafíflarnir komu fyrst fram á sjónarsviðið. Þar sem hér er um jurtir einar að ræða, hafa leifar þeirra lítt varðveitzt. Þó hafa hnetur fundizt af einhverj- um tegundum ættkvíslarinnar, taldar vera frá þvi snemma á Tertier. Aðalútbreiðslusvæði fiflanna er í kaldtempraða beltinu á norðurhveli jarðar, sér í lagi i Mið- og Norður-Evrópu. En þeir finnast lika í Mið- og Suður-Ameríku, allt til Eldlands, í Suður-Afríku, á Mada- gaskar, Austur-Indlandi og á Ceylon. Tegundirnar vaxa mjög mishátt yfir sjó eftir eðli sínu. I Suður-Evrópu og á Balkanskaga vaxa margar tegundirnar í 1500—2000 m hæð og jafnvel enn hærra. I Skandinavíu vaxa sumar tegundirnar mjög hátt yfir sjó, og hér á landi komast þær að minnsta kosti í 1000 m hæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.