Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 26

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 26
88 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN handritinu l.B. 47 8° í Landsbókasafni, og ber hún titilinn: Frásögn um hið annálsverða, stóra og nær því makalausa Kötlugjárhlaup, sem út brauzt í Majo 1721. Frásögn þessi er prentuð í 4. bindi af Safni til sögu Islands, en handritið segir Páll Eggert Ólason vera með hendi Bjarna Guðmundssonar í Ási i Vatnsdal eftir ritum Hallgríms djákna Jónssonar (f. 1780), en hvergi er þess getið, hvaðan Hallgrimur hafi þessa frásögn, sem auðsjáanlega er samtíma frásögn. Sá, er frásögn- ina skráir, dvelst á tJtskálum, þegar gosið hefst, hann er auðsæilega þaulkunnugur staðháttum í Mýrdal. Hann hefur haft sérstakan áhuga á þessu gosi, hefur spurt bóndann á Höfðabrekku, Runólf Jónsson, spjörunum úr um hlaupið og virðist vel kunnugur á þessum slóðum, og auk þess hefur hann haft tækifæri til að hitta ýmsa embættismenn að máli, allt frá Saurbæ á Hvalfjarðarströnd til öræfa, og fræðast af þeim. Það er nú mjög í móð að reyna að feðra anóným ritverk forfeðra vorra, og þótt ég sé lítið þjálfaður í því sporti, vildi ég láta þess getið um þessa greinargóðu gosskýrslu, að ég veit aðeins einn mann líklegan til að hafa skrifað hana, en það er Sigurður Stefáns- son, er siðar varð sýslumaður Austur-Skaftfellinga og bjó þá að Smyrlabjörgum í Suðursveit. Sigurður þessi, sem talinn er fæddur um 1698 (d. 1765) og haldinn af flestum launsonur Ólafs sýslumanns Einarssonar, ólst upp í Skarðshjáleigu í Mýrdal hjá bróður Ólafs, Þor- leifi lögréttumanni Einarssyni. Hann er settur sýslumaður í Vest- mannaeyjum 1722 eða 1723 og fékk veitingu fyrir Skaftafellssýslu 1738. f Islands geographiske Beskrivelse 1744—1749, sýslulýsingum, sem nú eru í vörzlu Þjóðskjalasafnsins, er lýsing Austur-Skaftafells- sýslu eftir Sigurð. Er hún á íslenzku, en aðrar sýslulýsingar á dönsku, og er hin skilmerkilegasta. Varðveitzt hefur stutt skýrsla um Kötlu- gosið 1721 eftir Sigurð og er hún prentuð í Safni til sögu íslands (IV, bls. 230—231) sem viðbót við skýrslu klausturhaldaranna Þórðar Þor- leifssonar og Erlends Gunnarssonar um Kötluhlaupið. Þessi skýrsla mun rituð síðar en áðumefnd frásögn, þvi að hún er örugglega skrif- uð eftir lát Runólfs bónda að Höfðabrekku. Má vera, að þessi síðari skýrsla sé aðeins útdráttur úr stærra riti um Kötlugosið eftir Sigurð, því að í J.S. 158 fol., þar sem þessi skýrsla er skráð á eftir skýrslu klausturhaldaranna um Kötlugosið, er hún sögð vera það, sem Sig- urður hafi bætt við „í sínu skrifi um Kötlugjárhlaup“. f títtnefndri viðbótarskýrslu getur Sigurður þess m. a., að tré köntuð úr Skipahelli fyrir neðan Höfðabrekku, sem fara áttu í Höfðabrekkukirkj u, hafi rek- ið upp í Seilutjörn nærri Bessastöðum, og Sigurður segist sjálfur hafa ~)

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.