Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 26
88 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN handritinu l.B. 47 8° í Landsbókasafni, og ber hún titilinn: Frásögn um hið annálsverða, stóra og nær því makalausa Kötlugjárhlaup, sem út brauzt í Majo 1721. Frásögn þessi er prentuð í 4. bindi af Safni til sögu Islands, en handritið segir Páll Eggert Ólason vera með hendi Bjarna Guðmundssonar í Ási i Vatnsdal eftir ritum Hallgríms djákna Jónssonar (f. 1780), en hvergi er þess getið, hvaðan Hallgrimur hafi þessa frásögn, sem auðsjáanlega er samtíma frásögn. Sá, er frásögn- ina skráir, dvelst á tJtskálum, þegar gosið hefst, hann er auðsæilega þaulkunnugur staðháttum í Mýrdal. Hann hefur haft sérstakan áhuga á þessu gosi, hefur spurt bóndann á Höfðabrekku, Runólf Jónsson, spjörunum úr um hlaupið og virðist vel kunnugur á þessum slóðum, og auk þess hefur hann haft tækifæri til að hitta ýmsa embættismenn að máli, allt frá Saurbæ á Hvalfjarðarströnd til öræfa, og fræðast af þeim. Það er nú mjög í móð að reyna að feðra anóným ritverk forfeðra vorra, og þótt ég sé lítið þjálfaður í því sporti, vildi ég láta þess getið um þessa greinargóðu gosskýrslu, að ég veit aðeins einn mann líklegan til að hafa skrifað hana, en það er Sigurður Stefáns- son, er siðar varð sýslumaður Austur-Skaftfellinga og bjó þá að Smyrlabjörgum í Suðursveit. Sigurður þessi, sem talinn er fæddur um 1698 (d. 1765) og haldinn af flestum launsonur Ólafs sýslumanns Einarssonar, ólst upp í Skarðshjáleigu í Mýrdal hjá bróður Ólafs, Þor- leifi lögréttumanni Einarssyni. Hann er settur sýslumaður í Vest- mannaeyjum 1722 eða 1723 og fékk veitingu fyrir Skaftafellssýslu 1738. f Islands geographiske Beskrivelse 1744—1749, sýslulýsingum, sem nú eru í vörzlu Þjóðskjalasafnsins, er lýsing Austur-Skaftafells- sýslu eftir Sigurð. Er hún á íslenzku, en aðrar sýslulýsingar á dönsku, og er hin skilmerkilegasta. Varðveitzt hefur stutt skýrsla um Kötlu- gosið 1721 eftir Sigurð og er hún prentuð í Safni til sögu íslands (IV, bls. 230—231) sem viðbót við skýrslu klausturhaldaranna Þórðar Þor- leifssonar og Erlends Gunnarssonar um Kötluhlaupið. Þessi skýrsla mun rituð síðar en áðumefnd frásögn, þvi að hún er örugglega skrif- uð eftir lát Runólfs bónda að Höfðabrekku. Má vera, að þessi síðari skýrsla sé aðeins útdráttur úr stærra riti um Kötlugosið eftir Sigurð, því að í J.S. 158 fol., þar sem þessi skýrsla er skráð á eftir skýrslu klausturhaldaranna um Kötlugosið, er hún sögð vera það, sem Sig- urður hafi bætt við „í sínu skrifi um Kötlugjárhlaup“. f títtnefndri viðbótarskýrslu getur Sigurður þess m. a., að tré köntuð úr Skipahelli fyrir neðan Höfðabrekku, sem fara áttu í Höfðabrekkukirkj u, hafi rek- ið upp í Seilutjörn nærri Bessastöðum, og Sigurður segist sjálfur hafa ~)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.