Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 40
102 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN mjög lítið. Auk þessara staða liefur hún verpt á ýmsum stöðum sum vorin, en oftast ekki nema eitt vor í senn. Mér hefur virzt ráða nokkru um það, ef grasmaðkur hefur verið í jörð, því þangað sækir hún mik- ið, og verpir þá oft eitthvað í nánd við þá staði. Skúm er mér sagt, að mjög hafi fjölgað á Mýrdalssandi, einkum í kring um Hjörleifshöfða. Trúlegt er, að nokkru valdi um það, að Höfðinn lagðist í eyði og því fáferðugra í kring um hann. Um lóuna er það að segja, að síðustu árin hefur hún verpt mun meira hér á svonefndum Lágheiðum en hún gerði áður, en sumrin frá 1943—50 virtist mér vera hér minna af lóu en áður var, en nú hefur henni stórfjölgað aftur. Um fjölgun flökkufugla hér er þetta helzt að segja: Stara hef ég séð mun oftar síðan 1940. Svartþrestir og grá- þrestir voru hér sjaldsénir, en eru nú að verða staðfuglar, sérstak- lega á veturna, en ekki veit ég.til, að þeir hafi orpið hér; sama er að segja um auðnutittlinginn. Sumarið 1953 sá ég hér tvisvar hóp af krossnef, og veit ég ekki til, að hann hafi sézt hér fyrr. Uglur hafa verið hér alloft á sveimi síðari árin, en ekki hafði ég heyrt þeirra getið fyrr en 1927, að ein fannst dauð austan undir Geitafjalli. Ekki hef ég orðið þess var, að þær hafi verpt hér í Mýrdal. Fleiri fuglategunda læt ég ekki getið, þar sem ég tel mig ekki hafa athugað þær nægilega vel til að geta sagt ákveðið um fjölgun þeirra eða fækkun. Flestar framangreindar athuganir hef ég gert sjálfur, en þó hef ég nokkuð frá öðrum, en hef þá aðeins tekið með heimildir, sem ég hef talið fullkomlega áreiðanlegar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.