Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 41
Ingimar Óskarsson:
Fágcetur sœkuðungur fundinn við ísland
Vorið 1951 kom til mín skólasveinn úr Reykjavik, Guðmundur
Magnússon að nafni, með dálítið af skeldýrum til nafngreiningar.
1 safni þessu var meðal annars kuðungstegund ein, er ég kannaðist
ekkí við. Bað ég því Guðmund að eftirláta mér eintakið til frekari
athugunar, og var það auðsótt. Vegna skorts á bókakosti í skeldýra-
fræði tókst mér ekki að ákvarða kuðunginn til tegundar, og varð ég
því að senda hann út til frekari rannsóknar. Eftir að hann hafði ferð-
azt um skeið úr einu landi í annað, var hann loks ákvarðaður af dýra-
fræðingnum dr. G. Thorson í Kaupmannahöfn. Er hér um að ræða
Sipho Verkriizeni. A new species to the Icelandic fauna. (Nat. size).
tegund, sem telst til Kóngaættarinnar (Buccinidae), og nefnist á vís-
indamáli Sipho Verkriizeni (Kobelt); hef ég skírt hana Gljákóng á
íslenzku.
Kuðungur þessi telst til sömu ættkvíslar og Péturskóngur (S. is-
landicum), sem víða finnst hér við land, en er samt allólíkur honum
að útliti. Vöxturinn er í minna lagi. Hyrnan nokkuð löng með 7
vindingum, og er neðsti vindingurinn hlutfallslega grannur. Munninn
er fremur lítill og halinn beinn og mjög stuttur. Skelin er afar þykk
með þunnu hýði, nokkurn veginn slétt og með gljáa. Liturinn gul-
grænn.
Gljákóngurinn er hánorræn tegund og mjög sjaldséður; hefur áður
fundizt aðeins við Norður-Noreg, Bjarnareyju og Nýfundnaland.
Eintak það, er mér barst í hendur, hafði bersýnilega verið lifandi,
er það veiddist; fannst það í togara, sem var nýkominn úr veiðiför,
að sögn gefanda. En hvar togarinn hafði í það skipti verið að veið-
um, vissi hann ekki. Fundarstaður tegundarinnar hér við land er því
óþekktur.