Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 41
Ingimar Óskarsson: Fágcetur sœkuðungur fundinn við ísland Vorið 1951 kom til mín skólasveinn úr Reykjavik, Guðmundur Magnússon að nafni, með dálítið af skeldýrum til nafngreiningar. 1 safni þessu var meðal annars kuðungstegund ein, er ég kannaðist ekkí við. Bað ég því Guðmund að eftirláta mér eintakið til frekari athugunar, og var það auðsótt. Vegna skorts á bókakosti í skeldýra- fræði tókst mér ekki að ákvarða kuðunginn til tegundar, og varð ég því að senda hann út til frekari rannsóknar. Eftir að hann hafði ferð- azt um skeið úr einu landi í annað, var hann loks ákvarðaður af dýra- fræðingnum dr. G. Thorson í Kaupmannahöfn. Er hér um að ræða Sipho Verkriizeni. A new species to the Icelandic fauna. (Nat. size). tegund, sem telst til Kóngaættarinnar (Buccinidae), og nefnist á vís- indamáli Sipho Verkriizeni (Kobelt); hef ég skírt hana Gljákóng á íslenzku. Kuðungur þessi telst til sömu ættkvíslar og Péturskóngur (S. is- landicum), sem víða finnst hér við land, en er samt allólíkur honum að útliti. Vöxturinn er í minna lagi. Hyrnan nokkuð löng með 7 vindingum, og er neðsti vindingurinn hlutfallslega grannur. Munninn er fremur lítill og halinn beinn og mjög stuttur. Skelin er afar þykk með þunnu hýði, nokkurn veginn slétt og með gljáa. Liturinn gul- grænn. Gljákóngurinn er hánorræn tegund og mjög sjaldséður; hefur áður fundizt aðeins við Norður-Noreg, Bjarnareyju og Nýfundnaland. Eintak það, er mér barst í hendur, hafði bersýnilega verið lifandi, er það veiddist; fannst það í togara, sem var nýkominn úr veiðiför, að sögn gefanda. En hvar togarinn hafði í það skipti verið að veið- um, vissi hann ekki. Fundarstaður tegundarinnar hér við land er því óþekktur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.