Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 42

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 42
Tómas Tryggvason: Innri gerð öskubaunanna við Jarðbaðshóla í fyrravetur dróst ég á það við Dr. Sigurð Þórarinsson að gjöra smá- sjárathugun á svokölluðum öskubaunum, sem fundizt hafa í túffstöbh- unum sunnan við Jarðbaðshóla í Mývatnssveit, en Sigurður telur, sem kunnugt er (Náttúrufr., 22.árg., 1952, bls. 113—129 og 145—172 og 24. árg., 1954, bls. 97—103. — I greinum þessum eru myndir af ösku- baunum í eðlilegri stærð.), að túffstabbar þessir hafi orðið til við ösku- fall úr Hverfjalli, þegar það varð til. Hér á landi er örðugt um aðstöðu til þess að gera góðar þunnsneiðar af bergi, sem er jafn laust í sér og þessar öskubaunir. Ég sendi þess- vegna nokkrar baunir til bergfræðistofnunar háskólans í Uppsölum í Svíþjóð, og gerði „preparator“ stofnunarinnar, hr. Wallner, þunn- sneið af baununum. í þunnsneiðinni eru heilir þverskurðir af sex baunum, auk nokkurra, sem eru hálfeyddir i slípuninni. Innri gerð flestra baunanna er þannig, að í miðri baun liggur all- stórt korn úr gjallgleri (sideromelan), en umhverfis það er skipað einu eða tveim lögum úr örsmáum glerkornum. Smáu kornunum er i grófum dráttum raðað þannig, að lengsti kantur þe'irra fylgir brún stóra kornsins eins og þau séu vafin utan um það. í sumar baunirnar vantar stóra miðkornið, en þá eru glerkornin samt ofurlítið stærri i miðjunni en utar í bauninni. Yfirleitt eru baunimar ferskastar eða tærastar nær miðju, en nokk- uð gruggaðar af útfellingum þegar utar dregur. Jaðrar baunanna eru viðast hvar bryddir útfellingum úr silfur- bergi. Gæti það bent til þess, að heitar jarðgufur hafi leikið um túff- stabbana. Slíkt er eðlilegt, þegar þess er gætt, að túffstabbarnir þar sem sýnishornið var tekið, liggja á jarðhitasvæði Jarðbaðshóla. Þráðlaga minerall bindur saman glerkornin í baununum. Ljósbrot hans er lágt og tvibrotið svo dauft, að þess gætir tæplega nema í sam- stafa (convergent) ljósi. Þetta bindiefni virðist svipað og gerist í mó- bergi almennt, en nákvæmar ákvarðanir á því eru mjög erfiðar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.