Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 42
Tómas Tryggvason: Innri gerð öskubaunanna við Jarðbaðshóla í fyrravetur dróst ég á það við Dr. Sigurð Þórarinsson að gjöra smá- sjárathugun á svokölluðum öskubaunum, sem fundizt hafa í túffstöbh- unum sunnan við Jarðbaðshóla í Mývatnssveit, en Sigurður telur, sem kunnugt er (Náttúrufr., 22.árg., 1952, bls. 113—129 og 145—172 og 24. árg., 1954, bls. 97—103. — I greinum þessum eru myndir af ösku- baunum í eðlilegri stærð.), að túffstabbar þessir hafi orðið til við ösku- fall úr Hverfjalli, þegar það varð til. Hér á landi er örðugt um aðstöðu til þess að gera góðar þunnsneiðar af bergi, sem er jafn laust í sér og þessar öskubaunir. Ég sendi þess- vegna nokkrar baunir til bergfræðistofnunar háskólans í Uppsölum í Svíþjóð, og gerði „preparator“ stofnunarinnar, hr. Wallner, þunn- sneið af baununum. í þunnsneiðinni eru heilir þverskurðir af sex baunum, auk nokkurra, sem eru hálfeyddir i slípuninni. Innri gerð flestra baunanna er þannig, að í miðri baun liggur all- stórt korn úr gjallgleri (sideromelan), en umhverfis það er skipað einu eða tveim lögum úr örsmáum glerkornum. Smáu kornunum er i grófum dráttum raðað þannig, að lengsti kantur þe'irra fylgir brún stóra kornsins eins og þau séu vafin utan um það. í sumar baunirnar vantar stóra miðkornið, en þá eru glerkornin samt ofurlítið stærri i miðjunni en utar í bauninni. Yfirleitt eru baunimar ferskastar eða tærastar nær miðju, en nokk- uð gruggaðar af útfellingum þegar utar dregur. Jaðrar baunanna eru viðast hvar bryddir útfellingum úr silfur- bergi. Gæti það bent til þess, að heitar jarðgufur hafi leikið um túff- stabbana. Slíkt er eðlilegt, þegar þess er gætt, að túffstabbarnir þar sem sýnishornið var tekið, liggja á jarðhitasvæði Jarðbaðshóla. Þráðlaga minerall bindur saman glerkornin í baununum. Ljósbrot hans er lágt og tvibrotið svo dauft, að þess gætir tæplega nema í sam- stafa (convergent) ljósi. Þetta bindiefni virðist svipað og gerist í mó- bergi almennt, en nákvæmar ákvarðanir á því eru mjög erfiðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.