Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 52
42
NÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN
með þeim atleiðingum er stuttlega skal frá greint. Hefur loftið eink-
um verið mengað S02. Sé reiknað með hlutfallslega sama S02 inni-
haldi í bergkviku Lakagíga og Surtseyjar, samkvæmt mælingum
Guðmundar Sigvaldasonar, hafa um 10 milljónir tonna af SO2 losn-
að úr bergkviku Lakagíga. Móðuharðindi voru sannarlega réttnefni
á þeim hörmungum, er yfir þjóðina dundu.
Tjón af völdum Skaftárelda.
Um tjónið aí: völdum Skaftárelda tala eftirfarandi tölur skýru
máli. Eru þær fengnar frá séra Arnljóti Ólafssyni, sem nákvæmast
hefur kannað felli búpenings í Móðuharðindunum. Tölurnar taka
til alls landsins.
TAFLA 1.
1783 1783/84 fcllu %
Nautgripir ........ 20067 10 263 50.1
Sauðfé............. 236 251 186 638 79.0
Hestar............. 35 936 27 256 75.9
Á árunum 1784 og 1785 dóu samanlagt 9551 umfram fædda og
íbúum landsins fækkaði úr 48 884 árið 1783 niður í 38 363 árið
1786, þ. e. um 10 521, eða 23.6%. Hefur íbúatala landsins líklega
aðeins tvisvar sinnum orðið lægri síðan um 1100, þ. e. eítir Svarta
dauða og Stóru bólu (sbr. }. Steffensen 1958). í Fljótshverfi, Meðal-
landi og á Síðu dóu að nreðaltali 37.4%. Verður að skrifa mest af
þessum hörmungum á reikning Skaftárelda, þótt þar á ofan bættist
að síðari hluti vetrarins 1783/84 var mjög harður víða um landið.
Skaftáreldahraun fór yfir 2 kirkjur, í Skál og Hé)lmaseli, og sam-
anlagt 14 bæi, þar af 3 í Skaftártungu, 5 í Meðallandi, 3 á Síðu,
1 í Landbroti og 2 í Fljótshverfi. Þar að auki voru um 30 jarðir
stórskennndar af völdum gossins og tvær sóknir, Skálar- og Kálfa-
fells, óbyggilegar í tvö ár.
Hvernig líðan skepnanna, lerfættra sem tvxfættra, var á þessum
hörmungarárum geta menn gert sér nokkra hugmynd um af eítir-
farandi kafla úr Eldriti séra Jóns Steingrímssonar:
„Pestarverkunin af eldinum útljek þannig og deyddi hesta, sauð-
fje og kúpening; hestarnir misstu allt hold, skinnið fúnaði á allri
hrygglengjunni á sumum, tagl og fax rotnaði og datt af, ef hart
var í það tekið. Hnútar runnu á liðamót, sjerdeilis um hófskegg.