Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 64
50
NÁT T Ú RUFRÆÐIN GU R1 N N
ár og Hverfisfljóts, sem koma nú upp sín hvoru megin gígaraðar-
innar. Hins vegar eru allar líkur til þess, að Skaftárjökull hafi á
fyrstu öldum íslandsbyggðar haft talsvert minni útbreiðslu en nú
og allsendis óvíst, að gígaröðin nái undir þann jökul, er þá var.
En ef að er gáð, stendur framangreind frásögn ekki í Landnámu-
gerð Sturlu Þórðarsonar (f. 1214, d. 1284), en aðeins í Hauksbók,
sem vart mun skráð fyrr en um 1300 og þarf því þessi breyting á
Hverfisfljóti ekki að hafa orðið — og raunar líklegt að hún hafi
ekki orðið — fyrr en seint á 13. öld, en þá munu jöklar hafa verið
teknir að skríða allmikið fram sakir hraðversnandi loftslags, og
gæti það framskrið eitt sér skýrt breytinguna á Raftalæk í Almanna-
fljót, þótt hlaupið bendi fremur til eldsumbrota.
Frá þessari gömlu gígaröð hafa hraun runnið og munu þau nú
að einhverju leyti hulin Skaftáreldahrauni. Á kortinu, sem þess-
ar igrein fylgir (2. mynd), eru rnörkin milli þessara hrauna alls ekki
örugg og hef ég aðallega farið eftir korti Þorvalds Thoroddsens frá
1893 (Thoroddsen 1894 b). Vestur af Lakagígaröðinni norðeystri er
allmikil gervigígaþyrping og verður ekki fullyrt að svo stöddu, lrvoru
hrauninu ln'tn tilheyrir, þótt mér virðist lieldur líklegra, af mynd-
um að dæma, að þessir gígar séu í Skaftáreldahrauni. Skammt vestur
af Laka stinga upp kolli þrír litlir gígar á gígaröð samsíða Laka-
gígum og hefur Guðmundi Kjartanssyni sézt yfir þá, enda studdist
hann ekki við flugmyndir er liann gerði jarðfræðikort sitt af þessu
svæði. Austur af Hnútu er á nokkru svæði hraun, sem Guðmundur
segir örugglega eldra en Skaftárelda, en upptök Jress eru ókunn.
Að meðtöldum þeim háa gíg, er áður var nefndur, er lengd
Lakagíga 25 km. Móbergsfjallið Laki (818 m) skiptir gígaröðinni
næstum í miðju, Jrví gígaröðin suðvestan I.aka er 11.8 km, en sú
norðaustan hans 12.2. Þessar gígaraðir ganga upp í hlíðar Laka sín
hvoru megin og enda báðar í mjórri rauf (sjá myndirnar III a og b)
en á milli raufaendanna er eins kílómetra bil. Gosið hefur Jdví ekki
náð að rífa þetta gamla móbergsfjall alveg í sundur og tæplega rétt-
mæli að hin rámu regindjúp hafi ræskt sig upp um Laka, enda
mun skáldið hafa í huga Lakagíga í heild, er Jrað yrkir hið ágæta
erindi Jrar sem svo er til orða tekið.
Á Laka eru þó smágígar á tveim stöðum í hinni bröttu norð-
vesturhlíð fjallsins og hafa á báðum stöðum myndazt hraunbleðlar.
Lesa má í mörgurn bókum að í Lakagígaröðinni séu um 100