Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 9
Náttúrufr. — 42. árgangur — 1.—2. hefti — 1.—80. síða — Reykjavík, júni 1972 Aðalsteinn Sigurðsson: Prófessor Gunnar Thorson 31. des. 1906 - 25. jan. 1971. Á miðju árinu 1971 barst mér sú harmafregn, að einn af fyrrver- andi kennurum mínum við Hafnarháskóla, prófessor dr. Gunnar Axel Wright-Thorson hefði látizt af hjartasjúkdómi 25. janúar. Gunnar Thorson fæddist í Kaupmannahöfn 31. desember 1906. Hann fékk snemnra mikinn áhuga á náttúrufræði og varð þegar á unglingsárum fyrir áhrifum frá danska fiskifræðingnum C. G. Jó- hannes Petersen, sem hann ætíð dáði mjög. Hann lauk meistaraprófi (mag. scient) í dýrafræði frá Hafnarhá- skóla árið 1930. Sex árum seinna varði hann doktorsritgerð um lirfur og lifnaðarhætti botndýra við Austur-Grænland. Nefnist hún „The Larval Development, Growth and Metabolism of Arctic Mai'- ine Bottom Invertebrates". Gögnum í þessa ritgerð safnaði hann við Austur-Grænland í þriggja ára leiðangri, sem hann tók þátt í, og stjórnaði síðasta árið. Þetta rit er að því leyti nrjög mikilvægt fyrir okkur íslendinga, að það fjallar m. a. um ýmsar dýrategundir, sem lifa hér við land. Ég kynntist Thorson veturinn 1946—1947, en það var fyrsti vet- urinn minn við Hafnarháskóla. Hann var þá dósent þar og hélt fyrirlestra um kjarafræði (ökologíu) botndýra í sjó. í fyrstu átti ég mjög erfitt með að fylgjast með því sem hann sagði, bæði vegna lé- legrar dönskukunnáttu og einnig þess hve hratt hann talaði. Áhugi hans á viðfangsefnunum var svo mikill og hann átti svo leikandi létt með að skýra frá því, sem honum bjó í brjósti, að hann hefði tæplega getað lesið hraðar, þótt hann hefði skrifað fyrirlestrana, hvað hann ekki var vanur að gera, en framsetningin var engu að síður ávallt skýr og auðskilin. Sérhver, sem á hann hlustaði hlaut að hrífast með

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.