Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1972, Side 14

Náttúrufræðingurinn - 1972, Side 14
6 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN varðveitt, að hægt sé með vissu að ákvarða þau sem skjaldlýs. Þar sem þau eintök, er Windisch fann, eru glötuð, er ekki unnt að end- urskoða ákvörðun hans á dýrunum. Dýraleifar varðveitast mjög illa í jörðu á fslandi, á það ekki sízt við um biágrýtissvæðin, enda eru þau kalksnauð, svo að bein og aðrar feifar dýra leysast fljótlega upp. Með tilliti til fundar steingerðra plantna í tertíerlögum á íslandi látum við nægja að vísa til ritgerðar Friedrichs frá 1966, en hún fjall- ar um hinar steingerðu plöntur frá Brjánslæk. Jarðfrœðilegt yfirlit. Mókollsdalur opnast út í Kollafjörð, sem gengur til vesturs úr Hrútafirði (1. mynd). Hrútagil og fundarstaður sá, sem fannst sumar- ið 1967 eru í austurhlíðum dalsins, í um það bil 340 m hæð yfir sjó, og 5,5 km suðvestan við bæinn Stóra Fjarðarhorn. Steingervingalögin í Mókollsdal eru að mestu gerð úr túffi (harðn- aðri gosösku), og skiptast þar á hörð og nokkuð lin túfflög, svo sem sjá má á 2. mynd, en á henni er sýnt snið af lagasyrpunni í Mókolls- dal. I túffinu eru bæði plöntuleifar (einkiun blöð) og skordýraleif- ar. Eftir flestu að dæma er hér um að ræða lög, sem setzt Jiafa til í vatni. Kísilþörungar (diatomea), sem finnast í lögunum, benda til þess, að um ferskt vatn hafi verið að ræða, þar sem gnægð var Ijóss og súrefnis. Túffið gefur til kynna, að lögin hafi myndazt í ná- grenni virks eldfjalls, sem rutt hafi úr sér miklu magni af ösku, en hún olli því, að hin góðu lífsskilyrði í vatninu rofnuðu á stundum. Hvers konar vötn er að finna á ungu eldfjallasvæði? Það getur meðal annars verið um að ræða vötn í sprengigígum, vötn mynd- uð við misgengi jarðlaga, vötn mynduð við landsig ásamt vötnum, sem geta myndazt við það, að hraunstraumar stífla ár. Hvað Mókolls- dal viðvíkur virðast túfflögin gefa til kynna, að þar liafi verið um vatnsstæði að ræða, sem myndazt hafi í tengslum við eldsnmlrrot. Um miðbils. Kollafjarðarsvæðisins er talsvert magn af móbergi og bólstrabrotabergi, sem bendir til þess, að hér hafi verið askja (cald- era) endur fyrir löngu. Er nærtækast að ætla, að túfflögin í Mókolls- dal eigi rætur sínar að rekja til þessarar öskju. Einnig er vert að geta þess hér, að Mókollsdalur liggur skammt austan við Króksfjarðar- eldstöðina (sjá Hald, Noe- Nygaard og Pedersen, 1971). Lega dals- ins í nágrenni eldstöðvarinnar gæti bent til þess, að eittlrvert sam-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.