Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1972, Qupperneq 14

Náttúrufræðingurinn - 1972, Qupperneq 14
6 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN varðveitt, að hægt sé með vissu að ákvarða þau sem skjaldlýs. Þar sem þau eintök, er Windisch fann, eru glötuð, er ekki unnt að end- urskoða ákvörðun hans á dýrunum. Dýraleifar varðveitast mjög illa í jörðu á fslandi, á það ekki sízt við um biágrýtissvæðin, enda eru þau kalksnauð, svo að bein og aðrar feifar dýra leysast fljótlega upp. Með tilliti til fundar steingerðra plantna í tertíerlögum á íslandi látum við nægja að vísa til ritgerðar Friedrichs frá 1966, en hún fjall- ar um hinar steingerðu plöntur frá Brjánslæk. Jarðfrœðilegt yfirlit. Mókollsdalur opnast út í Kollafjörð, sem gengur til vesturs úr Hrútafirði (1. mynd). Hrútagil og fundarstaður sá, sem fannst sumar- ið 1967 eru í austurhlíðum dalsins, í um það bil 340 m hæð yfir sjó, og 5,5 km suðvestan við bæinn Stóra Fjarðarhorn. Steingervingalögin í Mókollsdal eru að mestu gerð úr túffi (harðn- aðri gosösku), og skiptast þar á hörð og nokkuð lin túfflög, svo sem sjá má á 2. mynd, en á henni er sýnt snið af lagasyrpunni í Mókolls- dal. I túffinu eru bæði plöntuleifar (einkiun blöð) og skordýraleif- ar. Eftir flestu að dæma er hér um að ræða lög, sem setzt Jiafa til í vatni. Kísilþörungar (diatomea), sem finnast í lögunum, benda til þess, að um ferskt vatn hafi verið að ræða, þar sem gnægð var Ijóss og súrefnis. Túffið gefur til kynna, að lögin hafi myndazt í ná- grenni virks eldfjalls, sem rutt hafi úr sér miklu magni af ösku, en hún olli því, að hin góðu lífsskilyrði í vatninu rofnuðu á stundum. Hvers konar vötn er að finna á ungu eldfjallasvæði? Það getur meðal annars verið um að ræða vötn í sprengigígum, vötn mynd- uð við misgengi jarðlaga, vötn mynduð við landsig ásamt vötnum, sem geta myndazt við það, að hraunstraumar stífla ár. Hvað Mókolls- dal viðvíkur virðast túfflögin gefa til kynna, að þar liafi verið um vatnsstæði að ræða, sem myndazt hafi í tengslum við eldsnmlrrot. Um miðbils. Kollafjarðarsvæðisins er talsvert magn af móbergi og bólstrabrotabergi, sem bendir til þess, að hér hafi verið askja (cald- era) endur fyrir löngu. Er nærtækast að ætla, að túfflögin í Mókolls- dal eigi rætur sínar að rekja til þessarar öskju. Einnig er vert að geta þess hér, að Mókollsdalur liggur skammt austan við Króksfjarðar- eldstöðina (sjá Hald, Noe- Nygaard og Pedersen, 1971). Lega dals- ins í nágrenni eldstöðvarinnar gæti bent til þess, að eittlrvert sam-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.