Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 16
8 NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN hengi geti verið milli þessarar eldstöðvar og túfflaganna í Mókolls- dal. Spurningunni um það, hvernig vatn það varð til, sem lögin í Mókollsdal settust í, verður þó fyrst unnt að svara, þegar nákvæmari jarðfræðirannsóknir hafa farið fram á Mókollsdalssvæðinu. Plöntu- og dýrasteingervingar frá Mókollsdal. Af plöntusteingervingum höfum við nú þegar fundið: elri, hesli- við, birki, hikkoríu?, Pterocarya sp., beyki, platanvið? og hlyn. Þar sem ráðgert er, í náinni framtíð, að birta nákvæmari lýsingu á plöntu- leifunum frá Mókollsdal, látum við hér nægja stutt yfirlit. Elri — Alnus sp. (Myndasíða I, mynd I og 4). Fundizt hafa tvö blöð með litlar, þríhyrndar tennur á blaðrönd- unum. Hin einkennandi lögun lilaðanna ásamt strengjanetinu bend- er til elris. Blöðin eru nákvæmlega eins og þau, sem þekkjast frá Brjánslæk (Friedrich, 1966 s. 72). Þar að auki hafa blöð þessi fundizt í Húsavíkurkleif og við Tröllatungu. Einn rekill frá Mókollsdal inniheldur leifar af lífrænu efni. Frjó- kornarannsókn á þessu efni var gerð af Dr. G. Schulz, Köln. Kom í ljós nokkurt magn af frjókornum með fimm götum, sem undir- strikar, að rekillinn tilheyrir elri. Birki — Betula sp. (Myndasíða I, mynd 2 og myndasíða III, mynd 1). Bæði rekilhlífar og blaðleifar af birki hafa fundizt. Blaðleifar þessar eru allalgengar í Hrútagili. Hesli — Corylus sp. Af heslivið hefur, enn sem komið er, aðeins fundizt efri hlutinn af stóru blaði. Hinar stóru, spaðalaga blaðtennur, sem eru einkenn- andi fyrir þessa ættkvísl, koma vel í ljós á blaðbrotinu. Beyki — Fagus sp. (Myndasíða I, mynd 3 og 5 og myndasíða III, mynd 3). Blöð af beyki hafa áður fundizt í Mókollsdal, og er þeirra get- ið af Guðmundi G. Bárðarsyni (1918) og Jóhannesi Áskelssyni (1961) (sjá síðu XX). Auk fjölda blaða fundum við tvö aldin (mynda- síða I, mynd 5), sem örugglega má heimfæra til þessarar ættkvíslar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.