Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 16

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 16
8 NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN hengi geti verið milli þessarar eldstöðvar og túfflaganna í Mókolls- dal. Spurningunni um það, hvernig vatn það varð til, sem lögin í Mókollsdal settust í, verður þó fyrst unnt að svara, þegar nákvæmari jarðfræðirannsóknir hafa farið fram á Mókollsdalssvæðinu. Plöntu- og dýrasteingervingar frá Mókollsdal. Af plöntusteingervingum höfum við nú þegar fundið: elri, hesli- við, birki, hikkoríu?, Pterocarya sp., beyki, platanvið? og hlyn. Þar sem ráðgert er, í náinni framtíð, að birta nákvæmari lýsingu á plöntu- leifunum frá Mókollsdal, látum við hér nægja stutt yfirlit. Elri — Alnus sp. (Myndasíða I, mynd I og 4). Fundizt hafa tvö blöð með litlar, þríhyrndar tennur á blaðrönd- unum. Hin einkennandi lögun lilaðanna ásamt strengjanetinu bend- er til elris. Blöðin eru nákvæmlega eins og þau, sem þekkjast frá Brjánslæk (Friedrich, 1966 s. 72). Þar að auki hafa blöð þessi fundizt í Húsavíkurkleif og við Tröllatungu. Einn rekill frá Mókollsdal inniheldur leifar af lífrænu efni. Frjó- kornarannsókn á þessu efni var gerð af Dr. G. Schulz, Köln. Kom í ljós nokkurt magn af frjókornum með fimm götum, sem undir- strikar, að rekillinn tilheyrir elri. Birki — Betula sp. (Myndasíða I, mynd 2 og myndasíða III, mynd 1). Bæði rekilhlífar og blaðleifar af birki hafa fundizt. Blaðleifar þessar eru allalgengar í Hrútagili. Hesli — Corylus sp. Af heslivið hefur, enn sem komið er, aðeins fundizt efri hlutinn af stóru blaði. Hinar stóru, spaðalaga blaðtennur, sem eru einkenn- andi fyrir þessa ættkvísl, koma vel í ljós á blaðbrotinu. Beyki — Fagus sp. (Myndasíða I, mynd 3 og 5 og myndasíða III, mynd 3). Blöð af beyki hafa áður fundizt í Mókollsdal, og er þeirra get- ið af Guðmundi G. Bárðarsyni (1918) og Jóhannesi Áskelssyni (1961) (sjá síðu XX). Auk fjölda blaða fundum við tvö aldin (mynda- síða I, mynd 5), sem örugglega má heimfæra til þessarar ættkvíslar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.