Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 27
N Á T T Ú R U F R Æ Ð IN G U R1N N 15 aldursákvarðanir voru gerðar með kalí-argon aðferð (Moorbath, H. Sigurðsson og Goodwin, 1968 s. 198). Geta túfflögin í Mókollsdal verið af svipuðum aldri og bergið frá Breiðadalsheiði? Vegna jarðlagahallans er líklegra, að lögin í Mókollsdal séu yngri. Það má einnig gera ráð fyrir, að Brjánslækjarlögin séu frá míósen, og ef við tökum aftur jarðlagahallann með í reikninginn, virðast lögin í Mókollsdal sömuleiðis yngri en lögin við Brjánslæk. Eins og fyrr hefur verið minnst á, eru túfflögin í Mókollsdal sennilega nátengd fornri öskju á miðju Kollafjarðarsvæðinu eða eldstöðinni í Króksfjarðarnesi. Vert er í því sambandi að vekja at- hygli á löngum samhverfuás, sem gengur í norðausturátt frá Snæ- fellsjökli og hefur stefnu á Mókollsdal. Aldursákvörðun (kalí-argon aðferð) á bergsýni, sem var tekið í nánd við samhverfuna á Snæ- fellsnesi, sýndi aldurinn 6,7 ± 0,4 milljón ár (Moorbath, H. Sigurðs- son og Goodwin, 1968 s. 198). Aldur túfflaganna í Mókollsdal liggur að öllum líkindum milli 6,7 ± 0,4 milljón ára (Snæfellsnes) og 16,0 ± 0,3 milljón ára (Breiðadalsheiði). Þar að auki virðast plöntu- steingervingarnir eindregið benda til þess, að lögin í Mókollsdal séu yngri en lögin við Brjánslæk. Flest styður þannig þá ályktun, að túfflögin í Mókollsdal séu annað hvort orðin til á efra-míósen eða neðra-plíósen. HEIMILD ARIT Áskelsson, Jóhannes. 1960: Fossiliferous xenoliths in the móberg formation of South Iceland. Acta Nat. Isl. 2 (3), 1—30. Reykjavík. — 1961: Um íslenzka steingervinga. Náttúra Islands, 47—63. Reykjavík. Bárðarson, Guðmundur G. 1918: Um surtarbrand. Andvari 43, 1—71. Reykja- vík. — 1925: A stratigraphical survey of the Pliocene deposits at Tjörnes, in Northern Iceland. Kgl. danske Vid. Selsk. Biol. Medd. 4 (5), 1 — 118, Kyibenhavn. Einarsson, Þorleifur, Hopkins, D. M. and D<oell, R. R. 1967: The Straúgraphy of Tjörnes, Northern Iceland, and the history of the Bering Land Bridge. The Bering Land Bridge, 312—325. California. Friedrich, W. L. 1966: Zur Geologie von Brjánslaekur (Nordwest-Island) unter besonderer Beriicksichtigung der fossilen Flora. Sonderveröff. Geol. Inst. Univ. Köln 10, 1 — 108. Germar, E. F. and Berendt, G. C. 1856: Die im Bernstein befindlichen Hemip- teren und Ortliopteren der Vorwelt, Organische Reste im Bernstein 2. Blattlause, 4—7.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.