Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1972, Side 30

Náttúrufræðingurinn - 1972, Side 30
18 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Ingólfur Davíðsson: Fífa (Eriophorum) Vísindanafnið þýðir „ullberandi" og má til sanns vegar færa, sbr. líka enska nafnið baðmullargras (Cotton grass) á þessum jurtum. A norðurlandamálum er fífan kölluð tjarnaull, engjaull, mýraull, pól- ull — og fípa á færeysku. Blöð fífunnar bera sérstök nöfn — brok, hringabrok, rauðbroti og rauðbreyskingur. Sýnir þetta að flestir þekkja fífuna og þykir hún sérkennileg. „Flóatetur fífusund“ o. s. frv. kvað Jónas Hallgrímsson; en fífan vex einmitt á votlendi og litar stóra fláka snjóhvíta, þegar líður á sumarið. — Fífan ber blóm á vorin, í maí — júní á láglendi, en vitanlega seinna til fjalla og heiða. Blómin eru smá og litdauf og ber lítið á þeim. Fífubreiðurn- ar líkjast þá stargresi á að líta. En síðan vaxa hin löngu hvítu hár á aldininu, sem er þrístrend hneta, og eru sviftæki hennar. Hafa marg- ir séð hneturnar svífandi á hárunum í golunni, þegar líður á sum- arið. Ef skyndilega hvessir má sjá fífudreif í mýrunum. Þannig berst fífan langar leiðir og sáir sér fljótt í flögum og öðru opnu, röku landi, t. d. mógröfum. Blöð fífunnar eru dágóð til beitar. Þau haldast lengi græn, a. m. k. neðri hluti þeirra, og næringargildið breytist minna en í mörgum öðrum beitarjurtum. Fé sækir í mýrarnar og brokflóana á vorin og dregur græna broknálina upp úr bleytunni. Einnig síðla hausts, þegar flest grös önnur eru visnuð. Hreindýr eta hina ungu, safaríku sprota fífunnar með græðgi á vorin, segja Norðmenn. Snemmslegin fífa þótti hollt fóður, en nú er að mestu hætt að slá engi nema flæði- engi. Fleiri hafa verið not fífunnar. „Ljósið kemur langt og mjótt, logar á fífustöngum. Halla kelling fetar fljótt framan eftir göngum." Þessi gamla vísa segir sína sögu. Fífan var notuð i lampakveiki forðum allvíða í norðlægum löndum. Fífuhárið var snúið saman og tvinnað, aðallega í lýsislampakveiki hér á landi. Það var unnið, lesið og skrifað við skin lýsislampans í þúsund ár á íslandi. Ég man lýsislampann í fjósveggnum, þá var steinolíulampi kominn í bað- stofuna. Einstaka kona hér á landi kann enn að snúa fífu í kveik.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.