Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1972, Qupperneq 30

Náttúrufræðingurinn - 1972, Qupperneq 30
18 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Ingólfur Davíðsson: Fífa (Eriophorum) Vísindanafnið þýðir „ullberandi" og má til sanns vegar færa, sbr. líka enska nafnið baðmullargras (Cotton grass) á þessum jurtum. A norðurlandamálum er fífan kölluð tjarnaull, engjaull, mýraull, pól- ull — og fípa á færeysku. Blöð fífunnar bera sérstök nöfn — brok, hringabrok, rauðbroti og rauðbreyskingur. Sýnir þetta að flestir þekkja fífuna og þykir hún sérkennileg. „Flóatetur fífusund“ o. s. frv. kvað Jónas Hallgrímsson; en fífan vex einmitt á votlendi og litar stóra fláka snjóhvíta, þegar líður á sumarið. — Fífan ber blóm á vorin, í maí — júní á láglendi, en vitanlega seinna til fjalla og heiða. Blómin eru smá og litdauf og ber lítið á þeim. Fífubreiðurn- ar líkjast þá stargresi á að líta. En síðan vaxa hin löngu hvítu hár á aldininu, sem er þrístrend hneta, og eru sviftæki hennar. Hafa marg- ir séð hneturnar svífandi á hárunum í golunni, þegar líður á sum- arið. Ef skyndilega hvessir má sjá fífudreif í mýrunum. Þannig berst fífan langar leiðir og sáir sér fljótt í flögum og öðru opnu, röku landi, t. d. mógröfum. Blöð fífunnar eru dágóð til beitar. Þau haldast lengi græn, a. m. k. neðri hluti þeirra, og næringargildið breytist minna en í mörgum öðrum beitarjurtum. Fé sækir í mýrarnar og brokflóana á vorin og dregur græna broknálina upp úr bleytunni. Einnig síðla hausts, þegar flest grös önnur eru visnuð. Hreindýr eta hina ungu, safaríku sprota fífunnar með græðgi á vorin, segja Norðmenn. Snemmslegin fífa þótti hollt fóður, en nú er að mestu hætt að slá engi nema flæði- engi. Fleiri hafa verið not fífunnar. „Ljósið kemur langt og mjótt, logar á fífustöngum. Halla kelling fetar fljótt framan eftir göngum." Þessi gamla vísa segir sína sögu. Fífan var notuð i lampakveiki forðum allvíða í norðlægum löndum. Fífuhárið var snúið saman og tvinnað, aðallega í lýsislampakveiki hér á landi. Það var unnið, lesið og skrifað við skin lýsislampans í þúsund ár á íslandi. Ég man lýsislampann í fjósveggnum, þá var steinolíulampi kominn í bað- stofuna. Einstaka kona hér á landi kann enn að snúa fífu í kveik.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.