Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 44

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 44
32 NÁTTÚRU FRÆÐl NGURINN mína og það væri bezt fyrir mig að hypja mig heim, eins og ég líka gerði. Þótt það væri gremjulegt, þegar svartbakarnir tóku upp á því að éta silunginn úr netunum, var þó langtum verra að horfa á þá háma í sig andar.ungana, nýkomna úr eggi, og það hvern á eftir öðrum. Þessa ungamorðingja skaut ég flesta, á endanum. Þeir urðu, — og eru mér enn — óráðin gáta, bæði í lifanda lífi og einnig dauðir. Þessi smágrein sannar hið síðarnefnda. Nokkra unga svartbaka skaut ég einnig, þriggja og fjögurra ára. Það var auðvelt, þegar þeir voru ekki í fylgd með eldri félögum. Það kom fljótt í ljós, við samanburð, að ungamorðingjarnir voru með fagurrauðan blett, fremst neðan á neðra skolti. Þeir yngri, sem voru fyrir þó nokkru komnir í fullan búning, voru meira og minna þaktir dökkum dílum og þverrákum um l/% til U/2 mm á. lengd ofan til á skoltunum, Þessir dökku blettir, eða örður, virtust liverfa með aldrinum, af því á vissu aldursskeiði unganna er þessi sami blettur nær alsvartur eða brúnn. Til þess að fá sönnur á þennan aldursmun, fann ég upp á því, sem ekki var nein ný bóla. Ég bað mömmu að sjóða gamlan, skaðræðis ungamorðingja, með fagur- rauðan blett, sem ég slysaði og plokkaði, sveið og merkti vandlega, ásamt tveimur öðrum svartbökum, sem höfðu vel sýnilegar dökkar rákir í blettinum rauða. Og svo beið ég óþolinmóður og sá um, að suðan færi aldrei úr pottinum. Eftir hálfan þriðja klukkutíma voru þeir síðarnefndu orðnir mjúkir undir tönn og hreinasta hnoss- gæti, að mér fannst. En ungamorðinginn með fagurrauða blettinn var ennþá ólseigur. Var ég þó ekki vandur að mat í þá daga, eirda vel tenntur. Þessa einföldu en óskeikulu aldursgreiningu á fuglum, hafði ég áður gert, enda numið hana af þúsund ára reynslu feðranna. Síðan eru nú liðin nærri sextíu ár og enn er ég sannfærður um það, að eftir litarhættinum á þessum bletti einum, má fara nærri um aldur svartbaka, þótt allir séu þeir í sama búningnum. En svo var það annað, sem vakti athygli mína. Og það var þyngri þraut, sem enn er óráðin. Það er hinn breytilegi litur á endum handflugfjaðranna, frá yztu eða fyrstu, að sjöttu fjöður. Hann var svo breytilegur á þessum fáu svartbökum, sem ég hafði fyrst til samanburðar, að skilningur minn náði aldrei til botns. Svo fór um sjóferð þá. Síðastliðin ár hef ég fengið nokkur nef, ásamt handflugfjöðrum,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.