Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 63

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 63
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 51 5. mynd. Mjúkfísi (Lyco- perdon molle s. strictu), þ. e. aðaltegundin, sem vex í skógum. Eintakið er úr Vaglaskógi 1961. Ljósm. H. Kr. ast mun grófari vörtur og brodda á útbyrðunni en skógasveppirnir, og stundum stjörnubrodda, sem skógeintökin hafa ekki. Annars er broddagerð útbyrðunnar afar breytileg og erfitt að byggja á henni nánari greiningu. Hinn fallegi bronsbrúni litur innbyrðunnar kem- ur einkum fram hjá skógareintökunum, en vantar oftast hjá þeim sem vaxa til fjalla. Loks eru fjalla- og hagaeintökin jafnan minni en skógeintökin og sjaldan eins reglulega perulaga. Efalaust mætti nota þennan mismun til að skipta tegundinni nið- ur og myndi gróstærðin og litur innbyrðunnar þá vera öruggustu einkennin. Vincent Demoulin sveppafræðingur í Liege, sem áður var nefndur, hefur yfirfarið öll eintökin af þessari tegund í safni mínu, og skiftir hann þeim í fjóra flokka, sem ef til vill verða kall- aðir tegundir, þegar heildarendurskoðun ættkvíslarinnar er lokið. Til bráðabirgða nefnir hann flokkana svo: 1. L. molle Pers. í þrengri merkingu, 2. L. niveum Kreisel, 3. tegund núrner 3 og 4. tegund númer 9.* V. Demoulin (1972) hefur nýlega gefið þessum tegundum nöfn, og kallar hann teg. no. 3: Lycoperdon frigidum Dem., og teg. no. 9: Lycoperdon lambinonii Dem. Hafa báðar þessar tegundir fundist allvíða í norðanveðri Evrópu og N- Ameríku, og má sú fyrrnefnda kallast lieimskautategund.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.