Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 8
134
N ÁTT Ú RUFRÆÐINGURINN
3. mynd. Lirfur og forpúpur Potamophylax cingulatus (Stephens) undir steini í
Bakkaá, Borgarfirði eystra 21. 5. 1974. Töngin seni sést á myndinni er 13 cm
á lengd.
gulatas og C. atra. Hins vegar eru lirfur A. zonella algengar í þeim
eins og í árn og vötnunr annars staðar á landinu utan aðalútbreiðslu-
svæðis P. cingulatus.
Þar sem útbreiðslusvæði P. cingulatus og A. zonella skerast í land-
inu finnast tegundirnar yfirleitt ekki saman. A. zonella hefur fund-
izt í alls átta straumvötnum innan aðalútbreiðslusvæðis P. cingu-
latus (þ. e. austan Eyjafjarðarár og norðan Lónsheiðar) og í fjórum
þeirra voru báðar tegundirnar. í öllum tilvikum var um að ræða
lindaár og lindalæki, en slík stöðuvötn eru mjög stöðug með tilliti
til hitastigs, rennslismagns og efnasamsetningar allt árið um kring,
og einnig er oftast talsvert meiri þörunga- og mosagróður í þeim
en dragám.
Ef bornar eru saman efnamælingar á þeim straumvötnum, sem
lirfur þessara tegunda lifa í, og einnig sú staðreyncl að báðar finnast
í ísöltu vatni (4. mynd), má draga þá ályktun að remma jóna í vatn-
inu og sýrustig þess ætti ekki að takmarka útbreiðslu þeirra. Einnig
virðast þær ekki fylgja neinu loftslagsmynstri í ritbreiðslu sinni.