Náttúrufræðingurinn - 1975, Qupperneq 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
143
hér og þar, en efri hluti þess er sæmilega stuðlaður. Virðist því sem
hraunkvikan hafi runnið út í stöðuvatn, sem var að fyllast af seti,
og storknað nokkuð hraðar en ella, fyrir áhrif vatnsins. Mikið er
um kísilrunnin tré, svo og holur og för eftir trjáboli neðst í hraun-
laginu, en bolirnir liggja sitt á hvað og hafa trúlega flutzt eitthvað
til með hrauninu.
Þunn lög af leirsteini og Ijósri líparítösku liggja ofan á framan-
greindu basaltlagi í Húsavíkurkleif, en efst í sniðinu eru strand-
malarmyndanir frá síðjökultíma.
Ósland er eyja í Hornafirði og liggur beint suður af þorpinu
Höfn (2. mynd). Hún er um 1200 m löng, allt að því 400 m breið
og með NA-SV-stefnu. Eyjan, sem er lág og nær hvergi 10 m yfir
sjó, er greinilega jökulsorfin. Að meginhluta er hún gerð úr hraun-
lagi; dulkornóttu og mógráu basalti með holufyllingum hér og
þar, einkum kvarzi. Botn og upprunalegt yfirborð hraunsins eru
ekki sýnileg. Eftir að jökull hvarf af eyjunni helur hún legið undir
sjó og máðst og þvegizt. Jarðvegur er hér þunnur og liggur beint
á klöpp, nema í lægðum, þar sem hann er lítið eitt þykkari og ligg-
ur ef til vill á sjávarsandi.
Afsteypurnar
Sumarið 1972 vorum við enn á ferð í Steingrímsfirði. í þetta
skipti var með í förinni danskur jarðfræðingur, Ole Larsen, en aðal-
tilgangur ferðarinnar var að taka sýnishorn af hraunum til aldurs-
ákvörðunar með kalíum-argon aðferð. Kornið var við í Húsavíkur-
kleif og sýnishorn tekin úr hraunlögum neðan og ofan við setið.
Austarlega í kleifinni beindist athygli okkar brátt að sívalningi
einurn, er stóð nokkuð út úr neðsta hluta hraunlagsins (3. mynd).
í fyrstu hugðurn við þetta vera kísilrunnið tré, en við nánari
athugun kom í ljós, að svo var ekki. Sívalningurinn, sem er um
það bil 25 cm í þvermál, reyndist vera úr dulkornóttu og dökkgráu
basalti með þunnri ytri skán eða skurn iir dökku basaltgleri. Á rnilli
hans og hraunsins eru sums staðar allt að því nokkurra crn Javkkt
lag af svörtuin og hörðum viðarleifum.
Það fer víst varla á milli mála, að hér mun um ósvikna hraun-
afsteypu af trjábol að ræða. Bolurinn hefur greinilega orðið inn-
lyksa í glóandi hrauninu, en ekki brunnið upp alveg strax, því að