Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1975, Side 38

Náttúrufræðingurinn - 1975, Side 38
162 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN TAFLA 4 Kristallar i ! hraunum frá gosinu 1970. H-70-15 H-70-14 H-70-13 H-70-4 H-70-5 11. maí 14. maí 21. maí 1. júní 5. júní Gler 94.6 78.6 70.1 71.4 76.2 Plagíóklas 4.1 18.5 25.0 22.1 18.5 Olivín 0.3 2.3 3.2 0.4 1.0 Pyroxen - - - 4.5 - Stór plagíóklas 0.7 — - - - Járnsteinar 0.3 1.0 1.9 1.6 4.4 Mýmörg sannfærandi dæmi um réttmæti diffrunarkenningar urðu síðar til þess, að allt sem viðkom breytileika í samsetningu storkubergs var skýrt með kristaldiffrun. Fallegar kenningar sem sanna réttmæti sitt í ítrekuðum tilvikum hafa oft sefjandi áhrif. Menn hneigjast til að leggja fremur áherslu á það sem styður kenn- inguna en hitt, sem erfiðleikum veldur. Bunsen gamli var kveðinn í kútinn, jrar sem hann lá kaldur í gröf sinni og Hekla dróst í diffr- unardilkinn. Raunar f'éll Bunsen fyrir alhæfingarfreistninni. Það sem hann sá í Heklu taldi hann algilt og setti fram kenningar um allt storkuberg jarðarinnar. Nægar sannanir eru fyrir því að al- ingin er röng, en ýmislegt bendir nú til þess að eitthvað sé hæft í hugmyndum Bunsens um Heklu. Nú er þar til að taka að gerðar voru ítarlegar efnagreiningar á gjósku og hraunum frá gosinu 1970. Sýnin voru tekin við alla gíga með stuttu millibili frá upphafi gossins til enda. Efnagreiningarnar sýndu að gjóska og hraun sem upp komu fyrstu tvo dagana voru örlítið breytileg, nokkur sýni höfðu hærra kísilmagn en þau hraun sem síðar runnu, önnur sýni voru líkari. 1. mynd sýnir hvernig nokkur aðalefni breyttust með tíma. bessar breytingar hefði að öðru jöfnu mátt túlka sem afleiðingar kristaldiffrunar ,ef á þær er litið einar sér. Að þessu sinni voru einnig gerðar efnagreiningar á allmörgum snefilefnum. Hlutfallið milli snefilefnanna zirkóníums og yttríums er sýnt á 2. mynd. Punkt- arnir falla þannig, að unnt er að draga um þá tvær beinar línur.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.