Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 48
172 NÁTTÚRU FRÆÐ1N G U RIN N 1. mynd. Lurkabreiða á suðvesturhluta botns hins fyrrverandi Vatnshamra- vatns í ágúst 1964. Myndin gefur einnig hugmynd um gróðurfar. Vatnsbakkinn, sem sést í baksýn, hefur verið jafnaður og unninn með jarðvinnslutækjum, en er ósáinn. (Ljósm. I. Y. Ashwell, 1964). staða fannst, nema þar sem áðurnefndur hryggur gengur undir hann að suðvestan. Vatnsbotninn er þarna um 1,5 m neðar en bakk- inn, þannig að þykkt mýrarmyndunarinnar er alls yfir 4 m. Aldursgreining Á vatnsbotninum sitja eftir lurkar, langmest þar senr vatnsbotn- inn liggur hæst að suðvestanverðu. Dr. I. Y. Ashwell, sem starfar við landfræðideild háskóla Albertaríkis í Calgary, Kanada, og kom- ið hefur í margar rannsóknarferðir til íslands, tók sýni til aldurs- greiningar með C14-aðferðinni sumarið 1964. V'ar viður úr lurki aldursgreindur við Isotopes, Inc., New-Jersey, Bandaríkjunum, og reyndist aldurinn 2720 ±110 ár, þ. e. frá 770 f. Kr. (1-1826). Þessi aldur svarar til þess, að lurkurinn sé frá lokum síðara tímabilsins, sem mýrarnar voru vaxnar birkiskógi, en það er talið hafa staðið

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.