Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1975, Qupperneq 51

Náttúrufræðingurinn - 1975, Qupperneq 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 175 án endurtekninga. Glæðitap er góður mælikvarði á lífræn efni í mýrajarðvegi, en þó ekki fullkomlega réttur. Að gefnum þessum fyrirvara má áætla að síðastliðin 2500 ár hafi borist í mýrina með áfoki um 17 g/cm2 af ólífrænum efnurn, eða um 0,1 mm þykkt lag á ári miðað við að rúmþyngd fokefna sé 0,7 g/cm3. Landnám jurta Þegar vatnið var ræst fram hófst landnám jurta á botni þess og hefur verið fylgst með því. Fyrst myndaðist lágvaxinn gisinn gróð- ur, sem síðar þéttist og myndaði gróðurbreiður. Er hrafnafífa (Eriophorum scheuchzeri) aðaljurtin, þar sem botninn er algró- inn, og jókst útbreiðsla hennar rnjög frá árinu 1964 til 1966, en á þeim árum voru athuganir þessar gerðar. Nokkuð ber á kló- fífu (Eriophorum angustifolium), einkurn næst bakkanum, en einn- ig eru ýmsar aðrar tegundir, svo sem vinglar (Festuca sp.) og lín- gresi (Agrostis sp.), auk þeirra tegunda sem mynda aðalgróðurinn utan fífubeltisins. Starir sjást varla. Þessar gróðurbreiður eru þó óvíða samfelldar, heldur eru á milli þeirra lægðir, litlu eða engu víðáttuminni, sem svipar til gróðurfarsins þar sem botninn liggur lægra. Flatur, mishæðalaus, vatnsósa vatnsbotninn er fremur óvistlegur vaxtarstaður fyrir flestar jurtir, en þegar fjölærar jurtir ná að festa þar rætur, hlaða þær brátt undir sig og mynda ávalar mishæðir eða þúfur, allt eftir því hver tegundin er. Sumpart eru þetta bein gróðuráhrif, en sumpart stafar þetta af áfoki. 1 vetrarnæðingum getur orðið verulegt moldrok á vatnsbotninum. Safna þá grónu blettirnir í sig moldinni og hækka við það, en á rnilli þeirra lækkar landið. Sérstaklega eru þessi áhrif áberandi þar sem sáð var vallar- foxgrasi og borið á (sbr. hér að neðan). Tegundir þær, sem vaxa utan fífusvæðisins og á gróðurlitlum blettum inn á milli, eru aðallega þessar: mýrasauðlaukur (Tri- glochin palustris), naflagras (Koenigia islandica), lindasef Juncus bufonius), mýrasef (J. alpinus) og hnúskakrækill (Sagina nodosa). Þessar tegundir virðast vera fyrstar til að nema land. Árið 1964 var þéttleiki gróðursins athugaður. Voru valdir 15 athugunarstaðir og hringir með 2 m radíus afmarkaðir. Fernings- laga ramma, 25 cm á hvern veg, var kastað fimm sinnum innan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.