Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 3

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 3
Náttúrufrœðingurinn • 46 (3), 1976 ■ Bls. 113—176 ■ lleykjavík, mars 1977 Leifur A. Símonarson: Steinn Emilsson, j arðfræðingur — Minningarorð — Steinn Vilhelm Emilsson, jarðfræð- ingur, lést í Landakotsspítalanum í Reykjavík 3. desember 1975 eftir ör- stutta legu. Banamein lians var hjarta- Itilun. Steinn Emilsson var fæddur á Kvía- bekk í Ólafsfirði 23. desember 1893, og var liann því á 82. aldursári, er hann andaðist. Foreldrar hans voru hjónin Emil G. Guðmundsson, prest- ur á Kvíabekk, Stefánssonar, hrepp- stjóra á Torfastöðum í Vopnalirði, og kona hans, Jane M. M. Steinsdóttir, prests í Hvammi og Árnesi, Torfason- ar Steinsen. Steinn ólst upp í foreldrahúsum og tók þar barnafræðslu, en eftir fráfall föður síns, 1907, fluttist hann með móður sinni að Gestsstöðum við Fá- skrúðsfjörð. Árið 1913 settist hann í 2. bekk Gagnfræðaskólans á Akureyri og lauk þar gagnfræðaprófi vorið 1915. Um haustið innritaðist hann í Hinn almenna Menntaskóla í Reykja- vík, en fór þegar úr 4. bekk til Noregs. Árið 1916 vann Steinn við silfurnám- urnar í Kongsbergi og 1919 lauk hann stúdentsprófi i Osló. Þegar Steinn vann við silfurnám- urnar í Kongsbergi safnaði hann steinum og bergtegundum. Áhugi hans á náttúrufræði mun hafa vaknað snemma, en beindist nú einkum að jarðfræði. Að loknu stúdentsprófi hóf hann nám í jarðfræði við liáskólann í Osló, en vann jafnframt í Toldbod- ens Laboratorium og Schmelcks kem- iske Bureau. Frá Noregi lá leiðin til Þýskalands, þar sem Steinn hélt áfram háskóla- námi í Jena árin 1920—1923. Árið 1921 fékk hann styrk frá Alþingi til þess að læra að kljúfa og flokka sillur- berg, en það lærði hann í hinum víð- frægu Zeissverksmiðjum í Jena. Silfur- berg er tært afbrigði af kalkspati og var mikið notað í ýmis ljóstæki, svo sem smásjár, en notagildi þess er einkum fólgið í jrví, að það skautar Ijós, Jr. e. tvískiptir ljósgeisla. Silfur- berg er algeng sprungu- og liolufyll- ing hér á landi, en mest er af Jrví við Hoffell í Hornafirði og á Helguslöð- urn í Reyðarfirði. Var þar stundaður námurekstur um nokkurt skeið og Iivergi hafa fundist stærri silfurbergs- kristallar. Nú hafa gerviefni að mestu tekið við Iilutverki silfurbergs, en Jrað er J)ó enn notað í vönduðustu tegund- ir tækja. Veturinn 1923—1924 kenndi Steinn í Vestmannaeyjum og var Jjar með Náttúrufræðingurinn, 46 (3), 1976 113

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.