Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 6

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 6
átti ekki miklu fylgi að fagna fyrr en á allrasíðustu árum, og þá einkum eftir að enski jarðfræðingurinn G. P. L. VValker vakti hana upp. Niðurstöð- ur skjálftamælinga hér á landi sýna, að jarðskorpan er lagskipt og liafa fundist 5 aðallög. I lagi 3 er út- breiðsluhraði P-bylgna (langbylgna) 6.4 km/sek og er það talið rnyndað að mestu leyti úr innskotum. Mesta dýpi á þetta lag er um 10 km, en Walker telur sennilegt, að í innskot- unum í Lóni og Hornafirði sé hrein- lega rofið niður á það, og gabbróið sé liluti af því. Aftarlega í ritgerð sinni frá 1929 getur Steinn um nýjan fundarstað sjávarsets nteð steingervingum frá plíósen, um það bil 1 km fyrir sunn- an Köldukvísl á vestanverðu Tjör- nesi. Fram að þessu var ekki vitað um sjávarsetlög frá þessum tíma fyrir sunnan Köldukvísl. Áhugi Steins beiudist nú æ meir að jarðvegsfræði og liggja eftir hann tvær ritgerðir um þau efni. Báðar grein- arnar birtust árið 1931 og er önnur þeirra rituð á íslensku og fjallar um jarðveg á Vestfjörðum. Þar benti Steinn m. a. á, að móhellu er hvergi að finna á Vestfjörðum, né fokmold líka þeirri að byggingu og efnasam- setningu, er þekur önnur héruð lands- ins. Ennfremur benti hann á, að mýrajarðvegur á Vestfjörðum er til muna fátækari af steinefnum og því seinteknari til ræktunar en mýrar í fokmoldarhéruðum landsins. Það er og athyglisvert, að Steinn gerði sér ljóst, að flest leirlögin í millilögum blágrýtismyndunarinnar eru að upp- runa fornar jarðvegsmyndanir, sem mynduðust á hvíldartímum milli gosa. Ritgerð Steins um fokjarðveg á ís- landi — Lössbildung auf Island — er ítarlegasta grein hans um jarðfræði og var hún gefin út af Vísindafélagi íslendinga sama árið og grein hans um jarðveg á Vestfjörðum var prent- uð. í þessari ritgerð fjallaði Steinn um rannsóknir sínar á íslenskum fok- jarðvegi, rnyndun lians og efnasam- setningu. íslenskur fokjarðvegur er að mestu gerður úr bergmylsnu, sem myndast er vindsvörfun og frost- þensla, ásamt jökulsvörfun, árrofi og sjávarrofi kvarna utan úr berginu. Einnig er í jarðveginum mikið af eld- fjallaösku og vikri, sem hefur dreifst yfir landið eftir vindátt meðan á gos- um stóð. Eftir nákvæma lýsingu á ís- lenskum lokjarðvegi dró Steinn þá ályktun, að hér væri ekki um löss að ræða — í strangri merkingu orðsins — heldur sjálfstæða jarðvegsgerð, fá- tæka af kalki og kvarsi, en auðuga af móbergsgleri. Grein þessi er merkt tillag í jarðvegsfræði landsins og sýnir vel þá nákvæmni, sem Steinn tarndi sér í vinnubrögðum. Steinn ritaði einnig alhnargar blaðagreinar, þar sem jarðfræði og margvísleg önnur málefni fléttast saman. Þannig eru t. d. ferðapistlar hans, sem birtust í Vesturlandi árið 1932, nær allir með jarðfræðilegu ívafi. Steinn birti því miður ekkert um jarðfræðirannsóknir sínar eftir 1932, en í snyrtilega frágengnum dag- bókum hans er geymdur ómetanlegur fróðleikur, einkum uin jarðfræði Vest- fjarða. Steinn var ágætlega ritfær, talaði gott mál og var vel hagmæltur. Hann var mikill fræðari. Sá sem þessar lín- ur skrifar var nemandi Steins bæði í 6

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.