Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 9
um í rigningu, en þá skriðu þær upp úr sandinum. Um leið og hætti að rigna grófu þær sig í sandinn á nýjan leik. Lirfurnar nærðust á ungum greinum elftinga (Equisetum sp.), sem uxu á kafi í sandinum. Minna bar á því, að þær ætu þá hluta elft- inganna, sem uxu upp úr sandinum. Sníkjuvespan Opion luteus L. var mjög áberandi á þessu svæði, og einu sinni sást hún verpa eggi sínu i sand- yglulirfu. Sníkjuvespur hafa þann háttinn á, að þær verpa eggjunr sín- um í lirfur annarra skordýra. Sunrar tegundir verpa jreim i fullorðin skor- dýr, t. d. í blaðlýs. Lirfur sníkjuvesp- anna nærast síðan á fórnardýrunum, sem verða að þola hægfara dauðdaga á meðan vespulirfurnar vaxa upp. Opion luteus L. lifir á lirfum margra fiðrildategunda (Petersen, 1956). Sandyglan er smávaxin yglutegund, hefur um 30 mm vænghaf. Tvær aðrar íslenskar tegundir eru oft af svipaðri stærð, jarðygla (Diarsia rnendica Falri'.) og grasygla (Cerapteryx grarn- ]. mynd. Sandyglur. (Photedes stigmatica Ev.), kvendýr ofar en karldýr neðar, fundnar á Skeiðarár- sandi 1. júlí 1976. - Photedes stigmalica Ev., female ahove and male below, col- leclecl al Skeiðarár- sandur July Ist 1976. Ljósm. Erling Olafsson. 119

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.