Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 21
Það sem gerist í þessum þætti er
því það, að hængarnir fara að leita að
heppilegum hrygningarstað og rjúfa
með því torfutengslin, kynin aðgrein-
ast og hrygningargangan stöðvast, þar
sem loðnan er komin á ákvörðunar-
stað og hrygnurnar auk þess orðnar
mjög þungar til sunds.
H rygn ingara tferl i
Hængurinn er leiðandi aðili hrygn-
ingarinnar. Hrygningin liefst á því að
hængarnir liópast saman á fyrirfram
völdum hrygningarbletti og leita ákaft
að reiðubúnum hrygnum. Hrygnurn-
ar, sem hafa haldið sig aðskildar frá
hængunum, færa sig nær og ein og
ein syndir inn i hængahópinn. Einn
hængurinn gefur sig þá að henni,
þrýstir sér upp að hliðinni á henni
og eiginlega festir hana við sig.
Sé hængur í hrygningarbúningi
skoðaður vel, sést að loðnan ofarlega
á baki lians, innhvelfdar ltliðar og
þykkur neðsti hluti kviðarins sem er
auk þess loðinn á milli kvið- og eyr-
ugga, myndar allt livilft inn í lilið
hans. Sé þrýst neðan við kvið- eða eyr-
ugga hængsins, breiða uggárnir úr sér
og í ijós kemur, að þeir hvelfast upp
á við og þar að auki er efri hlið
þeirra hrjúf. Hvilftin á hliðum
hængsins er eins og sniðin fyrir kvið-
rnikla hrygnuna og fer pörun loðn-
unnar þannig fram, að hængurinn
þrýstir hrygnunni upp í livilftina á
Itlið sinni og festir hana á þann hátt
við sig og þar að auki getur hann
gripið utan um hana til að halda
henni alveg fastri. í hrygningarfaðm-
lagi lítur parið út eins og einn fiskur.
Eftir að þau eru föst saman, þjóta
þau af stað með sporðaköstum í yfir-
borði botnsins og er þá kviður þeirra
1/2 til 1 sentimetra niðri í sandinum.
Sandur og hrogn þyrlast þá frá þeim
upp í ioft og lil allra liliða. Hrygn-
ingin hjá hverju pari stendur yfir að-
eins í nokkrar sekúndur og bægslast
131