Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 22
þau þá 1—2 metra eí'tir yfirborði
botnsins. Lendi parið á fyrirstöðu í
botninum, smáhlut eða steini, skeytir
það því engu en heldur áfram að
Irrygna til enda og bægslast þá jafnvel
utan í stórgrýti, þó að það komist
ekkert áfram. Eftir að hrygningu pars-
ins er lokið, losnar það sundur, hrygn-
an er þá orðin þvengmjó, en ekki sér
á hængnum. Hrygnan syndir stefnu-
laust upp frá botninum, en hængur-
inn samlagast fljótt hængahópnum og
tekur upp fyrra atferli.
Augljóslega ljúka hrygnurnar sér af
í einni pörun, en hængarnir virðast
geta tekið þátt í íleiri en einni pörun.
í búrunum áttu paranir sér stað í
hrygningarlotum. Hrygningarlotan er
áköf leit hænga að reiðubúnum
hrygnum. Hrygningarloturnar stóðu
yfir í 10—15 mínútur og fjöruðu síð-
an út. I búrunum urðu 1—3 paranir
í hverri hrygningarlotu. Margir
klukkutímar liðu milli hrygningar-
lota og var atferli loðnunnar á meðan
áþekkt og rétt fyrir fyrstu hrygningu
og kynin alveg aðskilin.
Bak og tálknbörð hængsins dökkna
þegar líður að hrygningu, en í hrygn-
ingarlotunum verða þeir alveg bik-
svartir á baki og tálknbörðum.
Aljerli að lokinni hrygningu
Eftir hrygninguna, sem stóð í búr-
unutn í 8—10 daga, breyttist atferli
Iiænganna lítið. Hrygningarloturnar
Jiættu, en sennilegast hefur það verið
vegna jress að hængarnir hafa ekki
lengur verið örvaðir af nærveru til-
búinna hrygna.
Eftir hrygninguna syntu hrygnurn-
ar dreiíðar um búrið og mjög senni-
lega yfirgefa þær hrygningarstöðvarn-
ar fljótlega að lokinni hrygningu.
Mikið bar á meiðslum á loðnunni
eftir pörun. Vanalegast var neðri
hluti höfuðs beggja kynja særður, en
auk þess voru eyr-, kviðar- og raufar-
uggar hængsins tættir. Þessi sár, sem
voru augljóslega orsökuð af núningi
við botninn við pörun, héldust illa
við og leiddu til dauða talsvert marg-
ar loðnur.
Bæði árin, sem athuganir voru gerð-
ar, dóu allir hængarnir innan mánað-
ar frá hrygningu, en hluti hrygnanna
lifði fram á vor og tóku þær ágætlega
fóður, sem þeirn var gefið.
Það er augljóst af framansögðu, að
hængarnir halda sig reiðubúna til
hrygningar á hrygningarstaðnum,
þangað til jreir örmagnast eða deyja
af sárum, en hluti hrygnanna virðist
lifa hrygninguna af.
Egg loðnunnar
í safninu í Vestmannaeyjum rann-
sakaði ég loðnueggin og þroska þeirra
og mun ég nú víkja að jjví í stuttu
máli.
Fulljranið loðnuegg er um 1.1 milli-
metri í þvermál. Efst á egghimnunni
er svilop, en það er óvenju stórt og
áberandi á loðnuegginu. Andspænis
jrví neðst á egghimnunni er límhjúp-
ur, sem hylur 1/ af yfirborði hennar.
Eggið sjálít er um 90% næringarefni,
eggjahvítuefni, vítamín og fita, sem er
aðskilin í smákúlum.
Utan um næringuna er jtunn skán
af frumefni, sem fóstrið myndast úr.
Á ófrjóvguðu eggi liggur egghimnan
jiétt utan um sjálft eggið og límið,
sem jiekur himnuna, er enn óvirkt.
132