Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 24

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 24
Erling Ólafsson: Maríudeplugengdar í NV-Evrópu verður vart á íslandi Maríubjalla er samheiti yfir bjöllur af ættinni Coccinellidae (maríubjöllu- ætt). Af þeim eru þekktar allt að 5000 tegundir í heiminum (Imms, 1957). Sumar tegundanna eru vel þekktar og vinsælar meðal almennings, og í ýms- um löndum eru þær kenndar við Maríu mey. Maríubjöllur eru margar hverjar mjög fallegar, og flestum er kunnugt um, hversu nytsamlegar þær eru. Flestar þeirra nærast einkum á blaðlúsum og skjaldlúsum, sem eru miklir skaðvaldar á gróðri, ekki síst á ræktuðum plöntum, sem afkoma mannsins byggist á að miklu leyti. Á íslandi eru aðeins tvær tegundir þessarar ættar, maríutítla (Scymnus limonii Don.) og maríuhæna (Coccin- ella undecimpunctata L.). Báðar teg- undirnar eru auðþekktar. Sú fyrr- nefnda er mjög lítil, eins og nafnið bendir til, aðeins um 2 mm á lengd og með einn aflangan, rauðan flekk á hvorum skjaldvæng (mynd 1A). Hún finnst á láglendi um land allt, en vegna smæðarinnar verður hennar lítt vart. Maríuhænan er stærri, um 4 mm á lengd. Höfuðið er svart með tvo litla, ijósa díla á enninu, háls- skjöldur svartur með hvíta eða rauð- leita bletti á framhornunum, en skjaldvængir rauðir með samtals 11 svarta Hletti, eins og latneskt heiti teg- undarinnar bendir til. Strangt tekið eru blettirnir á íslenskum maríuhæn- um þó færri, þar sem þeir liafa runn- ið saman að meira eða minna leyti og mynda óreglulegar svartar skellur (mynd 1B). bessi samruni blettanna er mjög mismunandi eftir einstakling- um, en algengt er, að átta blettir rnyndi fjórar skellur, eins og sýnt er á mynd 1B. Utan íslands er jretta af- brigði af tegundinni (Coccinella un- decimpunctata conflua Don.) einkurn að finna í norðanverðri Skandinavíu og einnig á Bretlandseyjum (Larsson og Gígja, 1959). Hugsanlegt er, að samband sé á milli litar og veðurfars. Mörg dæmi eru lil þess, að tegundir, sem eru ljósar eða hafa ljósa bletti í suðlægum löndum, nryndi dökk af- brigði eða afbrigði með nrinni ljósa bletti í norðlægunr og köldum lönd- unr. Þetta fyrirbæri, senr er algengt hjá íslenskum skordýrum, hefur verið skýrt á mjög sannfærandi lrátt. Skor- dýr eru dýr með misheitt blóð, og er athafnasemi þeirra því mjög háð geisl- un sólar. Dökkt yfirborð gerir þeinr Náttúrufræðingurinn, 46 (3), 1976 134

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.