Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 26
eru alls sjö svartir deplar (mynd 1C).
Sjaldan verður vart við nema ein-
stakar maríudeplur á íslandi. ]>ær eru
góð flugdýr, en þess er þó vart að
vænta, að þær geti borist til landsins
öðru vísi en með aðstoð manna. Til
eru þó dænti þess, að maríubjöllur
liafi borist langar vegalengdir á eigin
vængjum. Maríudeplur hafa oft
fundist um borð í skipum í íslensk-
um liöfnum. Einnig hafa þær fundist
í innfluttum jólatrjám.
Það bar til tíðinda sumarið 1976,
að Náttúrufræðistofnun íslands bár-
ust 19 maríudeplur, sem fundist
höfðu á hafnarbakkanum í Reykjavík
28. júlí. Það fylgdi sögunni, að |>ær
hefðu verið þar algengar, þótt fleir-
um hafi ekki verið safnað. Að því er
mér er kunnugt, er þetta eina dæmi
þess, að tegundin hafi fundist hér á
landi í jafnríkum mæli. Það var því
áhugavert að leita skýringa á þessari
heimsókn. Ég frétti af jrví, að dag-
blöð í Danmörku og Svíþjóð hefðu
verið ftdl af æsifréttum, þar sem sagt
var frá gífurlegum fjölda af maríu-
deplum í jjessum löndum. Ég fór ekki
varhluta af því, þegar ég kont til Sví-
þjóðar haustið 1976, að eitthvað hefði
gengið á, því að herbergi, sem ég
hafði þar á leigu, var yfirfullt af
maríudeplum, lífs og liðnum. Sanit
var þannig gengið frá gluggum, að
þær áttu ekki greiðan aðgang inn um
þá.
Eftir að hafa fengið nánari upplýs-
ingar um þessa maríudeplugengd,
komst ég að því, að blaðaskrifin, sem
ég hafði heyrt um og mér fundist
heldur ótrúleg, hefðu síst verið ýkjur.
Það sem skráð er hér á eftir, eru
einkum munnlegar heimildir frá Carl
H. Lindroth, prófessor, og fleiri rnönn-
um í Lundi í Svíþjóð, auk upplýsinga
úr grein eftir Owen, 1976.
Ekki er mér kunnugt um, hversu
víðáttumikil þessi gengd var, en svo
virðist sem löndin í norðan- og vest-
anverðri Evrópu hafi borið megin-
þunga hennar.
1 Englandi, og líklega víðar, var
tegundin óvenju algeng sumarið 1975
vegna þurrkanna, sem þá ríktu
(Owen, 1976). Blaðlýs kunnu vel að
meta þurrkana og urðu mjög algeng-
ar á ökrum. Maríudeplan er dæmi-
gerður tækifærissinni og lét því ekki
Jsetta tækifæri ónotað. Notaði hún
þennan óvænta aukaskammt af fæðu
til að auka kyn sitt. Stofninn, sem
lagðist í dvala haustið 1975, var því
stór, en það eru fullorðnu bjöllurn-
ar, sem liggja í dvala yfir veturinn.
Þær verpa síðan á vorin, þegar þær
liafa vaknað til lífsins á ný, og ný
kynslóð tekur við. Það var því óvenju
mikill fjökli lirfa, sem khtktist vorið
1976. Þurrkarnir frá fyrra sumri end-
urtóku sig og ríktu um norðan- og
vestanverða Evrópu lengi sumars
1976. Sent fyrr fór fjöldi blaðlúsa upp
úr öllu valdi, einkum á höfrurn og
rófukáli, og afkoma maríudeplulirf-
anna varð því sérstaklega góð. Þegar
lirfurnar hafa náð fullum vexti, púpa
þær sig, og fullorðnar bjöllur skríða
úr púpunum skömmu síðar. Á miðju
sumri hafa flestar bjöllurnar skriðið
úr púpunum. Þasr taka strax til við
að búa sig undir vetrardvalann, og
verða þá margar blaðlýs þeim að
bráð.
í Danmörku og Suður-Svíþjóð náði
gengdin hámarki um mánaðamótin
júlí—ágúst, en þá hafa flestar bjöll-
136