Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 30
2. mynd. Opna í sjávarsetið undir hraun-
lagi neðst til vinstri á myndinni.
móbergslögum, sem aðskilin eru af
hraun- og innskotslögum. Þessi syrpa
tilheyrir eldri grágrýtismynduninni
og myndar klettabrúnir fyrir miðri
víkinni. Móbergsmyndunin setur svip
sinn á vestanverða víkina, en hraun
af þessum aldri mynda þar tignarlega
sjávarhamra, en í þeim eru t. d. hinar
stórbrotnu stuðlamyndanir við Arnar-
stapa. Til móbergsmyndunarinnar
teljast einnig móbergsfjöllin upp af
vestanverðri víkinni, þ. e. Botnsfjall
og Stapafell, útvörður sveitarinnar í
vestri. Jarðmyndanir frá nútíma koina
talsvert við sögu, en til þeirra teljast
Búðahraun, austast í víkinni, og
hraunin, sem steypst hafa fram af
fjöllunum í vestanverðri víkinni.
Hraunlandarif, sem lokar stóru lóni
fyrir miðri víkinni, setur einnig svip
sinn á umhverfið. Kóróna sköpunar-
verksins er svo Snæfellsjökull, sem
gnæfir yíir víkinni.
Þótt náttúrufegurð Breiðuvíkur sé
stórbrotin, er hún ekki ástæða þessara
skrifa, heldur er tilefnið að finna á
stað sem ekki lætur mikið yfir sér.
Upp af bænurn Hnausum í Breiðu-
vík fellur lítil á, Hamraendalækur, í
í fallegum fossi fram af fjallsbrúninni.
1 fossgilinu rná sjá allþykkan stafla
af jarðlögum eldri grágrýtismyndun-
arinnar, aðallega móbergs- og hraun-
lög. Neðst í gilinu er opna þar sem
getur að líta setlag, a. m. k. 10 metra
Jjykkt (2. mynd).
Þegar ég átti leið þarna um s.l.
haust, vakti setlag Jietta athygli mína,
3. mynd. Steingerður smyrslingur úr sjáv-
arsetinu. Nál. rétt stærð. — Ljósm. Eiríkur
Þ. Einarsson.
pr
140