Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 37

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 37
tegundir hérlendis, ugglaust flestar hingað komnar með mönnum. Þessi dýr mun ég ekki ræða um, með einni undantekningu þó, því ein tegund hefur snúið aftur ef svo má segja og gerst fjörudýr á ný. Er þetta svokall- aður sölvahrútur, og tel ég hann hér til þanglúsa til hægðarauka, þótt skyldari sé grápöddum þurrlendis. Sumar tegundir marflóa hafa einnig gerst landdýr, en engin íslensk tegund getur talist af þeim iiokki, þótt ein tegund nálgist það nokkuð. 1 sjó eru bæði marflær og þanglýs afskaplega algeng dýr, bæði í fjöru og neðan hennar. Flest eru þau botndýr, en nokkrar tegundir synda um uppi í sjónum. Ég ætla hér á eftir að ræða einkum um þær tegundir þessara dýra, sem eiga heimkynni sín í fjörunni. Marflær í fjöru eru yfirleitt 1—5 cm á lengd, miðað við fullvaxta dýr. Fljótt á litið virðast þær vera af tveim- ur gerðum. Sumar marflær (1. mynd) skriða um á hliðinni og hoppa lítið, en aðrar ganga á réttum kili og hoppa hátt í loft upp þegar þær verða fyrir styggð. Við nánari athugun kernur þó í ljós, að tegundirnar eru hér miklu fleiri en tvær, en margar hverjar eru svo líkar, að þær verða ekki sundur- greindar nema með góðri smásjá. Alls er um að ræða einar 13 tegundir mar- flóa, sem eiga sín eiginlegu heimkynni í fjörunni hérlendis, en auk þeirra eru nokkrir tugir tegunda, sem lifa að mestu neðan fjöru ,en slæðast eitt- hvað upp í hana. En alls eru kunnar um 180 tegundir marflóa úr sjónum umhverfis Island. Af þanglúsum eru sömuleiðis 2 gerðir algengar í fjörum. Annars vegar eru fremur stór dýr, tíð- um 1-3 cm á lengcl, en hins vegar mun minni clýr, oftast 2-5 mm (2. mynd). Auk þessara er svo sölvahrúturinn fyrrnefndi. Hann er heldur stærri en aðrar þanglýs í fjöru og til muna kvikari í hreyfingum. En einnig hér keniur í Ijós, að tegundirnar eru fleiri en ætla má í fyrstu, en sundur- 1. mynd. Ein algeng- asta marfló í fjörum, Gammarus oceanicus. 147

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.