Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 38

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 38
greining margra þeirra er erfið, eink- um hinna smærri, þar sem oftast er aðeins unnt að greina í sundur karl- dýrin, en kvendýr þessara tegunda eru svo lík, að ekki hefur tekist að finna einkenni til þess að aðgreina þau. AIIs eru algengar hér í fjörum um 10 teg- undir þanglúsa, en auk þess má finna þar stundum nokkrar tegundir, sem eiga sín eiginlegu heimkynni neðan fjöru. Kunnar eru rúmlega 40 tegund- ir þanglúsa úr sjónum við fsland, en þar á meðal eru nokkur umbreytt sníkjudýr, sem lifa á öðrum krabba- dýrum, og eru þau mjög frábrugðin venjulegum þanglúsum í útliti, þegar þau hafa náð kynþroska, en mun meiri þanglúsarbragur er á ungvið- inu. Alls má því segja að um 23 teg- undir marflóa og þanglúsa eigi höfuð- heimkynni sín í fjörum landsins, en langt er frá því að þær séu algengar í öllum landshlutum. Við athugun á útbreiðslu þeirra í fjörum landsins kemur fram ákveðið mynstur, sem tengja má sjávarhita. Eins og kunn- ugt er, er sjórinn að jafnaði hlýjastur við suðurströndina, frá Hornafirði að Reykjanesskaga, en hann kólnar svo smám saman þegar farið er réttsælis kringum landið, norður með veslur- ströndinni, austur með norðurströnd- inni og suður með austurströndinni, eftir því sem Austur-Grænlands- straumurinn og Austur-íslandsstraum- urinn blandast hinum hlýja sjó, sem Irmigerstraumurinn ber réttsælis kringum landið. Kaldastur er sjórinn því fyrir Austurlandi að jafnaði, eink- um ef miðað er við sumarmánuðina, og verða skörp hitaskil nálægt Horni. — Ef litið er á jtanglýs og marflær kemur í ljós að allar umræddar 23 tegundir finnast við suðurströndina, en þær detta síðan úr hver af annarri, ná sínum útbreiðslumörkum, þegar farið er réttsælis kringum landið. Eft- ir að komið er fyrir Reykjanestá eru tegundirnar orðnar 22, því að við Reykjanestá nær fyrsta tegundin, sölvahrúturinn, mörkurn sínum til norðurs. Þannig er svo ástandið til Reykjavíkur, en þar nær önnur teg- und útbreiðslumörkum sínum, og hin Jrriðja nær ekki norðar en til Akra- ness. Frá Akranesi og allt norður að norðurströnd Breiðafjarðar eru teg- undirnar 20, en jjar fyrir norðan eru Jrær orðnar 19, og helst sú tala óbreytt allt austur til Skagafjarðar, en Jrar stöðvast ein tegund, en önnur við Eyjafjörð. Á svæðinu frá Eyjafirði austur um til Bakkaflóa eru tegund- irnar Jjví orðnar 17, en við Bakkaflóa ná 2 tegundir útbreiðslumörkum sín- urn, en hin Jrriðja stöðvast við Seyðis- fjörð. Á svæðinu frá Seyðisfirði suður að Horni eru Jjví tegundirnar aðeins 14. Er J)á hringurinn kominn, en eins og áður sagði eru tegundirnar 23 við suðurströndina. Útbreiðslumynst- ur Jjessara dýra sýna með óvenju glöggum hætti bin miklu álnif sjávar- hita við ísland á lífríkið í fjöru og sjó. í ljós kemur [regar útbreiðsla Jjess- ara tegunda er könnuð við strönd Noregs annars vegar og við austur- strönd Kanada hins vegar, að Jrær falla út í svipaðri röð þegar farið er til norðurs á Jressum slóðum og Jtær gera, þegar farið er réttsælis umhverfis ísland. Út frá útbreiðslumynstri mar- flóa má álykta, að hitaskilyrði í fjör- um sunnanlands og suðvestan svari til 148

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.