Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 47

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 47
hrauniS ránri, hiigsaniega aÖ eln- liverju leyti um leið og í Seyðishólum, en þó eftir að gjallið myndaðist. Þessi tvö hraun renna víða alveg saman og bergfræðilega er ekki hægt að sjá nokkurn mun á þeim. Mörk Kerhóls- hrauns eru aðeins lauslega áætluð á 1. og 2. mynd og sýna raunar aðeins þann liluta Kerhólshrauns, sem ör- ugglega er frá Kerhólsgíg komið. Nú er auðvelt að sýna fram á, að Tjarnarhólahraun hefur runnið eftir að Seyðishólagjallið féll, en fyrr en Kerhólshraunið, en hins vegar eru mörk á milli Tjarnarhóla- og Seyðis- hólahrauna mjög óglögg og ekki hægt að segja tii um hvor hraunstraumur- inn er eldri. Því er ljóst, að þrjár stærstu eldstöðvanna í Grímsnesi, Seyðishólar, Kerhóll og Tjarnarhólar (og þar með Kerið) hafa gosið svo að segja samtímis. Með hliðsjón af reynslu manna af eldgosum í Surtsey og Heimaey og fleiri stöðum má hugsa sér, að liðið hafi nokkrar vikur eða mánuðir á milli gosa í þessum þreni- ur eldstöðvum. Aldursgreining á Ker- hólshrauni (sjá síðar) sýnir þess vegna einnig aldur gosa í Seyðishólum og Tjarnarhólum. Þar sem Seyðishóla- gjaillð hefur borist svo víða, þá er það gott leiðarlag við aldursákvörðun á nærliggjandi hraunum. Þess ber að geta í þessu sam- bandi, að ekki liefur fundist neitt gjóskulag, sem hægt er að rekja til sprengigosa í Kerinu (sbr. Sveinn Jakobsson, 1966 og Noll, 1967), þótt ýmsir eldfjallafræðingar hafi haldið því fram, að Kerið sé dæmigerður sprengigígur (explosive crater, maar). Það er auðsætt, að ekki hefur mynd- ast meiri gjóska í gosinu í Kerinu en þegar venjulegur gjallgígur verður til. Þar sem Kerið er nú hefur upphaf- lega verið allstór gjallgígur (Sv. Jak- obsson, 1966 og Noll, 1967) og hefur verulegur hluti (hugsanlega 40—50%) af Tjarnarhólahrauninu einmitt runnið úr Kerinu. Ég tel, eftir að hafa skoðað þessa eldstöð á ný, að mun auðveldara sé að skýra Kerið sem „collapse crater“. Gígurinn eins og hann lítur út nú hefur sennilega orðið til þannig, að kvikutjörn sem stóð í liinum upprunalega gjallgíg hefur skyndilega sogast niður, hugsan- lega vegna goss í syðsta gígnum, sem stendur nokkuð lægra, og hafi það haft hrun í för með sér. Jarðvegssnið Allmörg jarðvegssnið hafa verið mæld til athugunar á gjóskulögum (öskulögum) í Grímsnesi. Voru nokk- ur þeirra notuð til að ákvarða aldur gjósku og hrauns úr Seyðishólum, Sel- hólshrauns syðra og Rauðhólshrauns (við Klausturhóla) í fyrrnefndri rit- gerð í Acta Nat. Isl. II 6, 1966. Var þar getum að því leitt, að þessi hraun og eins hin hraunin hefðu myndast fyrir unr 5000—6000 árum, og að hraunin liefðu öll myndast svo til samtímis. Var Grímsnesgosum þar líkt við Mývatnselda 1724—1729 (1746). Guðmundur Kjartansson hafði áður kornist að þeirri niðurstöðu í Ár- nesingasögu sinni (1943), að hraunin hefðu komið upp í sarna eldgangi. Aldursgreiningin á hraununum var byggð á afstöðu til hinna ljósu Heklu- gjóskulaga H;i og Hg, sem Sigurður Þórarinsson hafði góðfúslega staðfest, að þarna væru fyrir hendi. Allmörg 157
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.