Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 48

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 48
jarðvegssnið hafa nú verið tekin til viðbótar og eru fimm þau lielstu sýnd á 3. mynd, en staðselning sniðanna er sýnd á 2. mynd. Er nú hægt að áætla aldur mun fleiri hrauna með tilliti til hinna ljósu Heklulaga og Seyðishól agj óskunnar. 1 jarðvegssniðunum á 3. mynd eru aðeins sýnd helstu öskulögin, en all- mörg fleiri lög er þar að finna, sér- staklega brúnleit lög, og eru nokkur þeirra sýnd i sniði 3, þar sent þau voru sérstaklega greinileg. Mikilvægt atriði er, hvar jarðvegssniðin eru tekin, bestu sniðin er að fá í aflíð- andi brekkum, sem vita móti austri eða suðaustri, það er í stefnu á Heklu og Kötlu og önnur eldfjöll, sem framleiða niikla gjósku og um leið móti aðalúrkomuáttum. Tvi> svört (basísk) öskulög eru greinileg í snið- unum, bæði eru frá Kiitlu, K 1485 og K 1918. Sérstaklega er hið fyrrnefnda víða rnjög þykkt, enda er Kötlugosið um 1485 eitt hið mesta síðan sögur hófust (Sig. Þórarinsson, 1968). Það virðist mega ráða af jarðvegssniðinu frá Snæfoksstöðum, að uppblástur hafi á þessu svæði ekki hafist fyrr en nokkru eftir 1500. Tvö ljós (súr) ösku- lög frá Heklu sjást í mörgum snið- anna. Hið efra, H;,, er talið um 2800 ára gamalt (miðað við helmingartím- ann 5568 ár), sbr. ritgerð Sigurðar Þórarinssonar 1971. Aldur öskulags- ins Hg var áður talinn um 6600 ár (Guðm. Kjartansson og aðrir, 1964), en nýrri aldursgreiningar með C14- aðferðinni virðast benda til þess, að þetta lag sé 6150 ára gamalt (Sig. Þórarinsson, 1971). Þykka brúna ösku- lagið, sem í flestum sniðum er að sjá skammt fyrir ofan H;i, er hugsanlega frá Heklu. Líklegt er, að liin brúnu öskulögin séu einnig frá Heklu. í nokkrum tilvikum má sjá votta fyrir ljósri rönd neðst í þessum lögum og styður það tilgátuna um, að þau séu frá Heklu komin. Aldursgreining Við Höskuldslæk nálægt Mýrarkoti fannst um i/2 cnt þykkt kolalag undir Kerhólshrauni, sjá 2. mynd. Þetta er mosi og e. t. v. lyng, sem hefur kolast, þegar hraunið rann yfir gróðurinn. Henrik Tauber hjá aldursákvarðana- deild danska Þjóðminjasafnsins greindi með geislakolsaðferðinni sýni frá þessum stað. Niðurstaðan var þessi: K-1166: 6220 + 140 ár fyrir 1950, þ. e. 4270 f. Kr. Helmingunartími 5568 ár. Þessi aldursákvörðun kemur allvel heim við áður áætlaðan aldur Seyðis- hóla- og Kerhólshrauna, sem var tal- inn 5000—6000 ár út frá öskulagarann- sóknum (Sv. Jakobsson, 1966). Þýski jarðfræðingurinn H. Noll fjallar í rit- gerð frá 1967 m. a. um Grimsneshraun og aldur þeirra. Af jarðvegssniðum, sem hann sýnir þar verður að draga þá ályktun, að sum Grímsneshrauna (t. d. Tjarnarhólahraun) séu allt að 8000—9000 ára gömul, sent er fjarri lagi. Þarna virðist vera ruglað saman öskulögunum H3 og H5. í ferðaleið- arvísi eftir Schwarzbach og Noll frá 1971 er aldur Kersins hins vegar tal- inn „líklega meiri en 6000 ár“. Ald- urinn á Kerhólshrauninu (og urn leið á Seyðishólagjóskunni) kemur allvel heim við H5, sé aldur H5 talinn 6600 ár, en er auðvitað alveg ósamrýman- 158
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.