Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 13
ræddur árekstur, en vera of lítill (Kunk o.fl. 1989, Grieve 1989). Aldur hans samkvæmt aldursákvörðunum er 65,7 ± 1,0 milljón ár, en þvermálið aðeins um 35 km. Nýjastar eru upplýsingar um fyrirbæri við Chicxul- ub í norðurhluta Yucatans (Smit 1991) og fyrirbæri á botni Kólumbíudjúpsins í Karíbahafi austur af Kólumbíu (Hildebrand & Boynton 1990) og eru þar ef til vill komin þau fyrirbæri sem Alvarez o.fl. höfðu í huga í grein sinni (Alvarez o.fl. 1980). Ofangreindum gígum er það sam- eiginlegt að nánasta umhverfi þeirra er mjög hreyft og brotið. Sambreyskja og brotaberg hefur dreifst út frá þeim og í setlögum frá sama tíma á aðliggj- andi svæðum finnast brot af gleri og endurkristölluðu bergi sem telja má að hafi myndast við áreksturinn. Aðr- ir gígar sem stungið hefur verið upp á hafa reynst vera of litlir, of fjarri irid- íumlögunum eða af öðrum aldri (Ganapathy 1983, Kunk o.fl. 1989, Koeberl o.fl. 1990). ÚTDAUÐI I tilgátu Alvarezfeðganna og sam- starfsmanna þeirra fólst, að dauðann í lífríkinu hefði borið mjög brátt að, hvort sem var í sjó eða á landi. I fyrstu reyndist ýmsum erfiðleikum bundið að tengja milli sjávarsets og setlaga á landi og því var alls óvíst að risaeðlurnar og svifþörungarnir hefðu dáið út á nákvæmlega sama tíma. Tengingar, sem byggðar voru á seg- ulskiptum í jarðlögum, bentu til að verulegur munur gæti verið á því, hve- nær eðlurnar og svifið dóu út og var jafnvel talað urn nokkur hundruð þús- und ár í því sambandi. Endurskoðað- ar tengingar, milli sjávarsetlaga og setlaga á landi, hafa hins vegar leitt í ljós að þessar lífverur gætu hafa dáið út á sama tíma. Ennfremur hefur tek- ist að sýna fram á, að sjávarlífverur, sem áður var talið, að hefðu ekki orð- ið fyrir neinum áhrifum við mörk krít- ar og tertíers, sýna í raun a.m.k. að hluta til merki um slíkt. Hins vegar hefur náttúran sjálf lagt stein í götu þeirra „loftsteinsmanna“ með því að hitabeltisjurtir, krókódílar, fuglar og fleiri lífverur sem hefðu átt að verða fyrir umtalsverðum áhrifum „loft- steinsvetrar“ sýna engin merki slíks. Loftsteinstilgátan gengur út frá því að þetta hafi gerst á afar skömmum tíma, en slíkt er venjulega erfitt að meta út frá jarðlögum. Lögin geta hafa orðið fyrir seinni tíma truflun og raski t.d. við það að ormar og önnur þau dýr sem lifa og hrærast í seti smjúga um það og flytja þannig setagnir til og frá og blanda þeim saman. Upplýsingar um slíkt lífrænt rask í heimshöfunum í dag (Officer & Drake 1983 og 1985) gefa til kynna að efstu 11 cm sets séu að einhverju leyti upphrærðir og trufl- aðir, en í samþjöppuðu seti og hörðn- uðu er upphrærða einingin e.t.v. helmingi þynnri. Hafi aðstæður verið svipaðar við mörk krítar og tertíers og nú er, má gera ráð fyrir að upphrærðu einingarnar séu e.t.v. um 5-6 cm. Þessi upphræring hlýtur að dreifa áhrifum af sérhverjum snöggum at- burði sem skráður er í jarðlögunum og deyfa þau almennt. Því hefur verið haldið fram að irid- íumfrávikið sé afmarkað í mjög þunn- um linsum og það er talið styðja til- gátuna um einn geimættaðan atburð sem orsök þess. Því hefur síður verið haldið á loft, að í raun og veru er þetta iridíumfrávik mun dreifðara og t.d er frávikið í danska leirnum finn- anlegt í heilum þykktarmetra sets og kemur það fyrst fram á maastricht- tíma, um 40 cm fyrir neðan mörk krít- ar og tertíers í setinu. Frávikið er einnig sjáanlegt í lögum frá danían- 7

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.