Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 23
Terry G. Lacy Fuglaskoðunarferð til Falklandseyja INNGANGUR í janúar 1990 fékk ég tækifæri til að fara til Falklandseyja til að skoða fugla með prófessor frá Bandaríkjun- um og fleira fólki frá Norður-Amer- íku og Bretlandi. Það reyndist erfitt að hleypa ferðinni af stokkinum en loksins, með samþykki þriggja breskra ráðherra, sennilega Margrétar Thatcher sjálfrar og annarra háttsettra manna, fórum við frá Bretlandi í flug- vél breska flughersins. í þann tíma voru ennþá sýnilegar leifar af nýlega afstaðinni styrjöld milli Argentínu- manna og Breta á Falklandseyjum þannig að eyjarnar voru ennþá hern- aðarsvæði. MILLILENDING Á ASCENSION EYJU Millilent var á Ascension-eyju og var það reyndar ástæðan fyrir erfið- leikum á því að fá leyfi til fararinnar, enda er eyjan bækistöð breska flug- hersins og miðstöð samskiptakerfa BBC og annarra. Vegna vélartruflun- ar var nauðsynlegt að gista á eyjunni eina nótt, en það gaf okkur tækifæri til að skoða fugla þar. Ascension-eyja er eldfjallaeyja, sem rís upp af hafs- botninum skammt frá mið-Atlants- hafshryggnum. Eyjan liggur á ca. 8" S enda er loftslagið oftast þokkalega heitt og þurrt og gróðurinn brúnn. Það rignir einu sinni á ári og þá verð- ur stærsta eldfjallið, Grænafjall, raun- verulega grænt. Tungl var fullt, svo að súpuskjaldbökur (Chelonis mydas) komu til eyjunar til að verpa eggjum í sandinum um nóttina. Þar eru ein- lendir arnfreigátar (Fregata aquila), sem hvergi verpa annars staðar, og innfluttir asnar og kindur, sem bæði lifa nú villt, svo og kettir. Kettir voru fluttir inn til að drepa mýs en þeir drepa í raun fleiri fugla en mýs. Bjart- þernur (Sterna nereis) verpa á eyjunni með 10 mánaða millibili í staðinn fyrir 12 eins og annars staðar í heiminum til þess að rugla kettina í ríminu og forð- ast að hafa ungauppeldið á sama tíma. FALKLANDSEYJAR Það reyndist ekkert vera að flugvél- inni, svo að daginn eftir héldum við áfram til Falklandseyja. Við komuna þangað þurftum við að hlusta á ræðu um jarðsprengjur sem finnast ennþá á eyjunum, áður en okkur var hleypt í gegnum tollinn. Daginn eftir skoðuð- um við mörgæsabyggð, sem er fyrir innan vel merkt bannsvæði en við urð- um að standa utan þess. Við sáum jarðsprengjur hvergi á eyjunum. Náttúrufræðingurinn 61 (1), bls. 17-23, 1991. 17

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.