Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1991, Qupperneq 23

Náttúrufræðingurinn - 1991, Qupperneq 23
Terry G. Lacy Fuglaskoðunarferð til Falklandseyja INNGANGUR í janúar 1990 fékk ég tækifæri til að fara til Falklandseyja til að skoða fugla með prófessor frá Bandaríkjun- um og fleira fólki frá Norður-Amer- íku og Bretlandi. Það reyndist erfitt að hleypa ferðinni af stokkinum en loksins, með samþykki þriggja breskra ráðherra, sennilega Margrétar Thatcher sjálfrar og annarra háttsettra manna, fórum við frá Bretlandi í flug- vél breska flughersins. í þann tíma voru ennþá sýnilegar leifar af nýlega afstaðinni styrjöld milli Argentínu- manna og Breta á Falklandseyjum þannig að eyjarnar voru ennþá hern- aðarsvæði. MILLILENDING Á ASCENSION EYJU Millilent var á Ascension-eyju og var það reyndar ástæðan fyrir erfið- leikum á því að fá leyfi til fararinnar, enda er eyjan bækistöð breska flug- hersins og miðstöð samskiptakerfa BBC og annarra. Vegna vélartruflun- ar var nauðsynlegt að gista á eyjunni eina nótt, en það gaf okkur tækifæri til að skoða fugla þar. Ascension-eyja er eldfjallaeyja, sem rís upp af hafs- botninum skammt frá mið-Atlants- hafshryggnum. Eyjan liggur á ca. 8" S enda er loftslagið oftast þokkalega heitt og þurrt og gróðurinn brúnn. Það rignir einu sinni á ári og þá verð- ur stærsta eldfjallið, Grænafjall, raun- verulega grænt. Tungl var fullt, svo að súpuskjaldbökur (Chelonis mydas) komu til eyjunar til að verpa eggjum í sandinum um nóttina. Þar eru ein- lendir arnfreigátar (Fregata aquila), sem hvergi verpa annars staðar, og innfluttir asnar og kindur, sem bæði lifa nú villt, svo og kettir. Kettir voru fluttir inn til að drepa mýs en þeir drepa í raun fleiri fugla en mýs. Bjart- þernur (Sterna nereis) verpa á eyjunni með 10 mánaða millibili í staðinn fyrir 12 eins og annars staðar í heiminum til þess að rugla kettina í ríminu og forð- ast að hafa ungauppeldið á sama tíma. FALKLANDSEYJAR Það reyndist ekkert vera að flugvél- inni, svo að daginn eftir héldum við áfram til Falklandseyja. Við komuna þangað þurftum við að hlusta á ræðu um jarðsprengjur sem finnast ennþá á eyjunum, áður en okkur var hleypt í gegnum tollinn. Daginn eftir skoðuð- um við mörgæsabyggð, sem er fyrir innan vel merkt bannsvæði en við urð- um að standa utan þess. Við sáum jarðsprengjur hvergi á eyjunum. Náttúrufræðingurinn 61 (1), bls. 17-23, 1991. 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.