Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1991, Side 35

Náttúrufræðingurinn - 1991, Side 35
Kristinn H. Skarphéðinsson Flækingsfuglar á Islandi: Yaðfuglar 1 (lóur o.fl.)* INNGANGUR Vaðfuglar eru meðal algengustu og kunnustu fugla hér á landi. Ellefu teg- undir eru árvissir varpfuglar og þrjár tegundir eru árvissir umferðarfuglar eða vetrargestir á ferðum sínum til og frá varpheimkynnum í norðri (sbr. Árni Waag Hjálmarsson 1982). Allmargar tegundir vaðfugla hafa slæðst hingað til lands, sumar eru ár- vissar, en flestar sjaldséðar. Enda þótt nokkrar þessara tegunda sjáist á sömu stöðum ár eftir ár, er hæpið að telja þær reglubundna gesti, og því eru þær kallaðar llækingsfuglar. Hingað til lands hafa flækst 32 teg- undir vaðfugla svo vitað sé og verður fjallað um þær í fimm greinum. I þess- ari grein verður fjallað almennt um vaðfugla og raktar og ræddar athugan- ir á flækingsfuglum sem tilheyra fjór- um ættum: mjónefaætt (1 tegund), trílaætt (1 tegund), trítlaætt (1 tegund) og lóuætt (4 tegundir). Pá verður minnst á eina tegund sem í eldri heim- ildum var ranglega talin hafa sést hér. Fjöruspói (Numenius arquatd) er vetrargestur hér á landi, algengastur suðvestanlands og í Hornafirði, og hefur orpið hér a.m.k. tvisvar sinnum (Whitfield o.fl. 1989). Vepja (Vanell- * Flækingsfuglar á íslandi. 6. grein: Náttúru- fræðistofnun Islands. us vanellus) er árviss flækingur og hef- ur orpið alloft (Jón Baldur Sigurðsson 1967, Erpur Snær Hansen 1983, Gunn- laugur Þráinsson 1986, Jóhann Óli Hilmarsson 1989, Ævar Petersen 1989). I fyrirhugaðri greinaröð um flækingsvaðfugla verður ekki fjallað frekar um fjöruspóa og vepju. EFNIVIÐUR Einstökum tegundum verður ekki lýst og lifnaðarhættir þeirra aðeins raktir í stuttu máli. Sumar vaðfugla- tegundir eru afar torgreindar og erfitt að þekkja þær úti í náttúrunni. Nýleg- ar handbækur (Prater o.fl. 1977, Mar- chant o.fl. 1986, Chandler 1989) skýra flókin búningaskipti og óglögg ein- kenni torgreindra tegunda. I Fugla- bók AB (Peterson o.fl. 1972) er lýsing á flestum vaðfuglategundum sem lík- legt er að rekast á hér á landi (sjá einnig Þorstein Einarsson 1987). Al- mennar upplýsingar um vaðfugla og lífshætti einstakra tegunda eru sam- kvæmt Cramp & Simmons (1983) og Chandler (1989) nema annað sé tekið fram. Um þessar mundir er verið að gera miklar breytingar á flokkun fugla, þær róttækustu í meira en hálfa öld. Þessi endurskoðun er að mestu leyti byggð á nýrri tækni í sameindaerfðafræði sem gerir kleift að rekja skyldleika Náttúrufræöingurinn 61 (1), bls. 29-46, 1991. 29

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.